Fréttir

Rimini Protokoll á Íslandi

Rimini Protokoll: Black Tie
Rimini Protokoll: Black Tie

Fimmtudagskvöldið 3. september næstkomandi stígur Miriam Yung Min Stein á Litla svið Borgarleikhússins. Hún fannst í pappakassa í Suður-Kóreu árið 1977, vafin í dagblöð, var ættleidd til Þýskalands þar sem hún ólst upp í smáborginni Osnabrück og var komin á fullorðinsaldur þegar hún ákvað að leita uppruna síns.

Þar sem hún hafði engar upplýsingar til að byggja á leitaði hún á náðir DeCODEme, dótturfyrirtækis Íslenskrar erfðagreiningar og sendi inn lífsýni í von um að greiningin á því færði hana nær sannleikanum.
Í leiksýningunni Black Tie, eftir leikhópinn RIMINI PROTOKOLL er fjallað um ferðalag Miriam um völundarhús erfðafræðinnar, uppvaxtarárin í Osnabrück, upplifun hennar af því að vera ættleidd og iðnaðinn sem sprottið hefur upp í kringum ættleiðingar og hjálparstarf í heiminum.

Rimini Protokoll
Síðastliðin tíu ár hafa Helgard Haug, Stefan Kaegi og Daniel Wetzel haft með sér margháttað samstarf undir merkjum Rimini Protokoll. Þremenningarnir hafa vakið heimsathygli með leiksýningum sínum sem eru afar framúrstefnulegar, enda teflir hópurinn ekki fram leikurum í sýningum sínum. því þær eru bornar uppi af venjulegu fólki, eða „sérfræðingum hvunndagsins“ eins og hópurinn kýs að kalla þá sem standa á sviðinu. Þannig sviðsetur Rimini Protokoll jafnan sannar sögur af „alvöru“ fólki, líkt og í sýningunni Black Tie.

Rimini Protokoll hlaut þýsku leiklistarverðlaunin árið 2007 og evrópsku leiklistarverðlaunin í flokknum „New realities“ árið 2008. Þá hlaut hópurinn sérstök heiðursverðlaun Prix Arts Electronica árið 2009 fyrir sýninguna „Call Cutta in a Box“.

RIMINI PROTOKOLL: Black Tie

Á sviðinu: Miriam Yung Min Stein, Hye-Jin Choi og Ludwig
Handrit og sviðsetning: Helgard Haug & Daniel Wetzel (Rimini Protokoll)

Heimildarvinna og dramatúrgía:: Sebastian Brünger

Leikmynd:: Helgard Haug & Daniel Wetzel
Tónlist: Peter Dick (Ludwig / The Noes have it)

Lýsing: Marc Jungreithmeier

Hönnun: Grit Schuster
Aðstoð við hönnun: Tobias Üffinger


Framleiðsla: Heidrun Schlegel

Ensk þýðing: Jenna Krumminga

Aðstoðarleikstjórn: Dorit Abiry

Aðstoð við leikmynd: Sina Gentsch

Aðstoð við framleiðslu: Dimitris Bampilis

Sýningin er framleidd af Rimini Apparat, Hebbel am Ufer í Berlín og Theaterhaus Gessnerallee í Zürich, í samstarfi við Listahátíðina í Vínarborg.
Styrkt af menningarmálaskrifstofu Berlínar.

Sýningin er á ensku
Lengd: 1 klst. og 20 mín.
Staður: Borgarleikhúsið, Litla svið
Stund: 2.9. / 3.9. - 20:00


Svæði