Fréttir

SKIPTIR FJÖLDI ÆTTLEIÐINGARLANDA HÖFUÐMÁLI ?

Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um fjölda ættleiðingarlanda sem Íslendingum býðst að ættleiða frá. Því er fróðlegt að skoða hvernig þessum málum er háttað í nágrannalöndum okkar og er hér vitnað í tölfræði frá Evrópusamtökum ættleiðingarfélaga sem ÍÆ er aðili að en þessi samtök hafa mjög nákvæmar upplýsingar um fjölda ættleiðinga.

Þar kemur fram að flest ættleiðingarfélög hafa fá samstarfslönd en þegar borið er saman verður auðvitað að taka tillit til stærðar félags og umsóknafjölda út frá hinni vinsælu höfðatölu.

Í meðfylgjandi lista eru tilgreindur fjöldi ættleiðinga á árunum 2000 – 2005 hjá öllumminni ættleiðingarfélögum á Norðurlöndunum og síðan eru neðst á listanum upplýsingar frá stærsta félaginu í Evrópu sem er í Svíþjóð. Í dálkinum lengst til hægri eru tilgreind þau lönd sem ættleitt var frá árið 2005, oft hafa félögin samstarf við fáein lönd til viðbótar en börn hafa ekki verið ættleidd frá þeim löndum þetta ár. (Sbr. Tæland og Tékkland sem ÍÆ hefur löggildingu til en þaðan komu ekki börn 2005)

Augljóst er þegar taflan er skoðuð að ÍÆ hefur ekki færri ættleiðingarlönd en félög sambærileg að stærð og síður en svo færri ættleiðingar en hin félögin hlutfallslega.

Tölur frá 2006 eru ekki tiltækar ennþá, en á fundi í Helsinki nýlega kom fram að fækkun ættleiðinga árið 2006 var frá 25 – 40 % hjá flestum norrænu félögunum.

Félag

2000 2001 2002 2003 2004 2005 Upprunalönd
Íslensk ættleiðing 24 17 19 30 28 35 Indl, Kína, Kól.
Interp, Finnl 108 100 86 105 127 136 Kína, Kól, Indl, Eþí,S-Afr, Tæl
Inorad, Noregur 31 53 65 78 85 57 Kína, Brasil, Búlg, Ungverjal,
BV,Svíþjóð 46 48 86 93 99 90 Kína, Tævan, Sri Lanka
BFA,Svíþjóð 70 70 60 41 65 67 Indl, Vietn, Tæl, Póll
ALC,Svíþjóð 0 0 0 11 7 5 Kól
Danad, Danmörk 313 248 233 167 172 196  
FFIA, Svíþjóð 133 158 156 191 176 164 Kína, Kól, Indl, Víetn, Tæl,
Adoptions centrum Svíþjóð 592 621 696 583 647 612 Kína, Kól, Kórea, Eþí,S-Afr, Indl, Víetn, Tæl, Rússl, Filipse, Úkraína,Búlg, Eistl, Albanía, Króatía, Serb-Svartfjallal

 

Á fundi í Kaupmannahöfn 2005 flutti breskur prófessor áhugavert erindi um þróun alþjóðlegra ættleiðinga í ýmsum löndum. Þar kom m.a. fram að alþjóðlegar ættleiðingar eru mjög fátíðar í Bretlandi, einungis voru ættleidd 300 börn til breskra fjölskyldna árið 2003. Það ár ættleiddu bandarískar fjölskyldur 21.616 börn erlendis. Mesta fjölgun alþjóðlegra ættleiðinga undanfarin ár er á Spáni, árið 1998 voru 1.487 börn ættleidd erlendis af spænskum fjölskyldum en sex árum seinna voru ættleiðingar 3.951.

Land

fjöldi ættleiðinga

miðað við 100.000 íbúa

Noregur
714
15,75
Svíþjóð
1.046
11,78
Ísland
30
10,34
Danmörk
522
9,73
Finnland
238
4,57

 

Athugið að tölur í töflunni eru frá árinu 2003.

ÍÆ hefur löggildingu til ættleiðinga í fimm löndum, en þar sem reynslan hefur kennt það að ekkert er öruggt í þessum málum og sambönd geta slitnað fyrirvaralaust vinnur stjórn félagsins stöðugt að því að finna ný ættleiðingarsambönd. Þar er horft til reynslu ættleiðingarfélaga í Evrópusamtökunum, hvernig samstarfið við einstök lönd gengur, hve mörg börn eru ættleidd á ári hverju og hvort farið er eftir þeim alþjóðlegu siðareglum sem ÍÆ vinnur eftir. Myndu slíkra sambanda er flókin, tímafrek og kostnaðarsöm og til gamans má geta þess að það tók ÍÆ tæp 9 ár og þurfti breytingu á íslenskum ættleiðingarlögum til að koma á ættleiðingarsambandi við Kína. Á hinn bóginn er mikilvægt að halda góðu sambandi við löndin okkar fimm og vonandi mun samstarfið við þau blómstra áfram.


Svæði