Fréttir

Útilega 29.júní - 1.júlí

Það er komið að því að endurvekja gamlan sið, en margir hafa haft orð á því í gegnum tíðina að gaman væri að byrja á því að aftur að hittast í útilegu þar sem saman koma félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar og fylgifiskar þeirra.

Við ætlum að hittast í Brautartungu, Lundareykjardal en þar er félagsheimili með góðri aðstöðu og sundlaug.

Hér má sjá frekari upplýsingar um aðstöðu og staðsetningu.

Sameiginlegt kaffi og kvöldmatur verður á laugardeginum.
Grillvagninn kemur og eldar ofan í mannskapinn, kjúkling og lambakjöt ásamt meðlæti.
Hægt er að óska eftir grænmetisfæði, vinsamlegast merkið við þann möguleika í eyðublaðinu. 

Verð fyrir félagsmenn: 
6000 krónur fyrir fullorðna, 6-11 ára greiða 3000 krónur og frítt er fyrir börn 5 ára og yngri.
Verð fyrir utanfélagsmenn:
12.000 krónur fyrir fullorðna og 6000 krónur fyrir börn

Innifalið í verðinu er aðstaða, tjaldsvæði ásamt kaffi og mat á laugardeginum.

Opið er fyrir skráningar til og með 22.júní

 


Svæði