Fréttir

Vangaveltur um hamingjuna - ráð í biðinni löngu eftir barni

Páll Matthíasson
Páll Matthíasson

Þann 28. janúar 2010 kl. 20 heldur Páll Matthíasson geðlæknir erindi um hamingjuna fyrir Íslenska ættleiðingu. Fyrirlesturinn er áhugaverður fyrir alla, en þeir sem bíða eftir barni til ættleiðingar eru sérstaklega velkomnir. Vinsamlegast skráið þátttöku ykkar á netfangið pas@isadopt.is fyrir 20. janúar.

Vangaveltur um hamingjuna - ráð í biðinni löngu eftir barni

 

Páll Matthíasson geðlæknir mun halda erindi um hamingjuna fyrir ÍÆ. Páll hefur haldið fyrirlestra um hamingjuna út frá ýmsum hliðum þar sem hann hefur leitað svara við skilgreiningu á hamingju og hvað felst í hamingjunni. Nú erum við svo lánsöm að Páll ætlar að halda fyrirlesturinn fyrir Íslenska Ættleiðingu. Þar mun hann meðal annars koma inn á hamingjuna í tengslum við bið eftir barni og ættleiðingu, þar sem Páll hefur sjálfur persónulega reynslu af hvoru tveggja. Fyrirlesturinn er áhugaverður fyrir alla, en þeir sem bíða eftir barni til ættleiðingar eru sérstaklega velkomnir.

Fyrirlesturinn verður haldinn þann 28. janúar 2010 kl. 20 og aðgangseyrir er 1000 kr. Fyrirlesturinn verður haldin í Sjúkraþjálfun B – 1, Landsspítali Fossvogi. Gengið er inn í húsið að vestanverðu, beint inn á fyrstu hæð í króknum þar sem öryggisverðir eru staðsettir. Þegar inn er komið er gengið til hægri, fram hjá lyftum og til hægri inn ganginn í B-álmu.

Vinsamlegast skráið þátttöku ykkar á netfangið pas@isadopt.is fyrir 20. janúar.

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur,
PAS nefnd Íslenskrar Ættleiðingar

 


Svæði