Fréttir

Aðalfundur 25.5.2020

Fundargerð aðalfundar Íslenskrar ættleiðingar, mánudaginn 25.maí 2020, kl. 20.00.

Fundarstaður: Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík.
Mætt af hálfu stjórnar: ElísabetHrund Salvarsdóttir stjórnarformaður, Ingibjörg Valgeirsdóttir varaformaður, Magali Mouy og Sigurður Halldór Jesson. Fjarverandi voru Ari Þór Guðmannsson, Lísa Björg Lárusdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir.
Mætt af hálfu starfsfólks skrifstofu: Kristinn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri, Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri og Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi.
Fundargerð aðalfundar ritaði: Ragnheiður Davíðsdóttir

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
  2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins lagður fram til samþykktar.
  3. Gjaldskrá félagsins
  4. Kjör stjórnar.
  5. Ákvörðun árgjalds.
  6. Breytingar á samþykktum félagsins
  7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

Elísabet Hrund Salvarsdóttir stjórnarformaður Íslenskrar ættleiðingar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Stjórnarformaður tilnefndi Gísla Ásgeirsson fundarstjóra og Ragnheiði Davíðsdóttur fundarritara og var það samþykkt af fundarmönnum.
Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna og kallaði eftir mótmælum um boðun fundarins.
Engin andmæli bárust og telst fundurinn því löglega boðaður án athugasemda.

Fundarstjóri fór yfir það að venjulega er aðalfundur haldinn í mars ár hvert en í ár var það ekki hægt vegna samkomubanns og því tekinn ákvörðun um að halda fundinn í maí. Fundarstjóri fór þá yfir dagskrá fundarins og bauð stjórnarformanni að kynna skýrslu stjórnar og ársreikning félagsins. 

1.     Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
Stjórnarformaður kynnti og fór yfir skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2019.

2.     Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins lagður fram til samþykktar.
Stjórnarformaður fór yfir reikninga og rekstur síðasta árs. Halli var á rekstri félagsins og félagið hefur þurft að ganga á haldbært fé. Fundarstjóri ber ársreikning 2019 til samþykktar. Ársreikningur samþykktur samhljóða fyrir starfsárið 2019.
Fundarstjóri þakkar fyrir ágæta skýrslu og er þá komið að spurningum. Engar spurningar voru bornar upp.

3.     Kjör stjórnar
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar á að vera samkvæmt samþykktum félagsins skipuð 7 manns.
Að þessu sinni er kosið um 3 sæti stjórnarmanna og bárust 3 framboð.
Sigurður Halldór Jesson gefur áfram kost á sér til stjórnarsetu. Berglind Glóð Garðarsdóttir og Dylan Herrera bjóða sig fram í fyrsta sinn. Þau teljast sjálfkjörin og eru stjórnameðlimir næstu tveggja ára. Ingibjörg Valgeirsdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir láta af störfum og er þeim þakkað fyrir gott samstarf síðustu ár.

4.     Ákvörðun um árgjald:
Stjórnarformaður leggur til að árgjald félagsins verði hækkað úr 2.900 kr í 3.500 kr.
Fundarstjóri spyr hvort einhver mótmæli eða komi með aðrar tillögur.
Svo er ekki og árgjald telst því samþykkt.

5.     Breytingar á samþykktum félagsins
Breytingar á samþykktum félagsins þarf að skila inn fyrir 31.janúar 2020. Kosið verður um eina breytingatillögu á samþykktum félagsins, en breytingatillaga barst um breytingar á 7. grein samþykktanna.

7. grein samþykktanna hljóðar svo:

7. grein
Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Til aukaaðalfundar skal boða með sama fyrirkomulagi og til aðalfundar samkvæmt 7. mgr.
Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál: 
Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar. 
Kjör stjórnar.
Ákvörðun árgjalds.
Breytingar á samþykktum félagsins. 
Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Breytingar á stjórn félagsins skal tilkynna dómsmálaráðuneytinu áður en 14 dagar eru liðnir. 
Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði. 
Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund.
Aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu endurskoðenda eða 2/3 félagsmanna. Skulu þeir boðaðir bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal koma fram tilefni fundarins. 

en yrði eftir breytingu:

7. grein
Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Til aukaaðalfundar skal boða með sama fyrirkomulagi og til aðalfundar samkvæmt 7. mgr.
Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:
Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar.
Gjaldskrá félagsins. 
Kjör stjórnar.
Ákvörðun árgjalds.
Breytingar á samþykktum félagsins.
Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Breytingar á stjórn félagsins skal tilkynna dómsmálaráðuneytinu áður en 14 dagar eru liðnir.
Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði.
Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund.

Tillagan þarf að hljóta samþykkis 2/3 fundarmanna. Tvö umboð voru lögð fram frá Lísu Björg Lárusdóttur og Smára Hrólfssyni. Fundarstjóri leggur til að þeir sem eru samþykktir tillögunni gefi merki með handauppréttingu. 1 var samþykkur tillögunni og 9 voru á móti. Tillagan er því felld og breytingin nær því ekki fram að ganga og samþykktir félagsins haldast því óbreyttar.

6.     Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. 
Engin önnur mál tekin fyrir. 

Fundarstjóri þakkar fyrir góðan fund og er fundi slitið kl. 20:30


Svæði