Fréttir

Stjórnarfundur 05.05.2021

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 5. maí 2021 kl. 20:30. 

Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Dylan Herrera, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir, og Tinna Þórarinsdóttir. 

Þá tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.

Sigurður Halldór Jesson er sem stendur í leyfi frá stjórnarstörfum. 

Dagskrá stjórnarfundar

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
  2. Askur, skýrsla skrifstofu
  3. iCAR7
  4. EurAdopt og Nac
  5. Erindi frá félagsmönnum varðandi námskeið fyrir 10-12 ára börn
  6. Löggilding um milligöngu ættleiðingar frá Búlgaríu
  7. Önnur mál

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Ekki voru allir búnir að kynna sér fundargerð. Stjórnarmenn munu því yfirfara síðustu fundargerð eftir fund og staðfesta eða gera athugasemdir í framhaldi. 

2. Askur, skýrsla skrifstofu
Dylan hefur verið að uppfæra Ask og Yggdrasil í samstarfi við Kristinn. Dylan sýnir stjórnarmönnum nýja uppfærslu sem auðveldar aðgengi að upplýsingum. 

3. ICAR7
Ekki er enn búið að gefa út dagskrá fyrir ráðstefnu. 
Tillaga varðandi skipulag og kostnað ráðstefnu send á stjórn fyrir fund. 
Kristinn leggur til að félagið greiði kostnað og samþykkja stjórnarmenn það.  

4. EurAdopt og Nac
Í EurAdopt var aðalfundur 22. apríl sl. Rætt um ráðstefnu sem verður á næsta ári í Kaupmannahöfn. 
Þá voru vandamál sem upp hafa komið í Hollandi og Svíþjóð rædd. 
Næsti fundur hjá Nac verður á morgun, 6. maí. Verður þar m.a. rætt um “Webinar”  sem haldið verður 27. maí nk. 

5. Erindi frá félagsmönnum varðandi námskeið fyrir 10-12 ára börn 
Erindi var rætt á síðasta fundi. Rut hafði í kjölfarið samband við Kvan og voru þau opin fyrir að halda sérstakt námskeið fyrir okkar félagsmenn. Í framhaldi kom þá fyrirspurn til stjórnar um hve mikið félagið gæti greitt fyrir hvert barn. Stjórn samþykkir að greiða kr. 11.000,- með hverju barni fyrir slíkt námskeið.  

6. Löggilding um milligöngu ættleiðingar frá Búlgaríu
Ákveðið hefur verið að endurnýja ekki löggildingu við Búlgaríu. Tilkynning hefur þegar verið send á ráðuneyti varðandi það. 

7. Önnur mál.
7.1. Löggildingar
Ljúka á við löggildingu í Kólumbíu, Dóminíska lýðveldinu og í Indlandi. 

Fundi lokið kl: 22:00

Næsti fundur; 2. júní kl. 20:30.


Svæði