Fréttir

Stjórnarfundur 08.12.2020

Stjórnarfundur íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 8. desember 2020 kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað. 

Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir, Dylan Herrera, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy, Ari Þór Guðmannsson. 
Sigurður Halldór var forfallaður. 

Einnig tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.

Dagskrá stjórnarfundar

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Askur, skýrsla skrifstofu 
  3. Jólaball ÍÆ 
  4. Ársáætlun 2021 
  5. Þjónustugjöld 
  6. Samráðsfundur ÍÆ, DMR og Sýslumanns 
  7. Samningur milli umsækjenda og félagsins 
  8. Samþykktir Íslenskrar ættleiðingar 
  9. Önnur mál 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt

2. Askur, skýrsla skrifstofu 
Búið er að uppfæra Ask fyrir desember og var skjalið sent á stjórn fyrr í dag. 

3. Jólaball ÍÆ
Búið að aflýsa ballinu. Verður að senda út tölvupóst varðandi það. 

4. Ársáætlun 2021 
Í heildina allt skv. áætlun, tvær breytingar sem Kristinn gerði. Annars vegar var þjónustugjaldið hækkað fyrir þá sem ekki eru meðlimir og hinsvegar varðandi þjónustu til leikskóla og skóla. 
Allir aðilar samþykkja áætlunina og ætlar Kristinn að senda hana á ráðuneyti. 

5. Þjónustugjöld
Sjá hér að ofan undir lið 4. 

6. Samráðsfundur ÍÆ, DMR og Sýslumanns 
Dagskrá fundar hafði verið send á stjórnarmenn fyrir fund til kynningar. Upplýst um að ekki hafði náðst að fara yfir næstum alla liði og því ákveðið að hittast aftur á fundi fljótlega. Mörg atriði sem brýnt er að ræða sem ekki komust að. 
Eftir að fundað hefur verið aftur ætlar Elísabet að senda fundargerðir á stjórnarmenn.

7. Samningur milli umsækjenda og félagsins 
Berglind las yfir samning að beiðni Kristins. Breytingartillögur sendar stjórnarmönnum til kynningar fyrir fund. Engar efnislegar breytingar, aðeins örfáar breytingar á málfari. 
Allir samþykkja umræddar breytingar.

8. Samþykktir Íslenskrar ættleiðingar 
Stjórn þarf að fara yfir samþykktir og koma með athugasemdir í síðasta lagi 31.janúar 2021.

9. Önnur mál

Fundi lokið kl. 21:20

Næsti fundur þriðjudaginn 12. janúar kl. 20:30.


Svæði