Fréttir

Stjórnarfundur 15.01.2020

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 15.janúar  kl. 20:30 á skrifstofu félagsins að Skipholti 50d 

Mætt: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og  Lísa Björg Lárusdóttir.
Ari Þór Guðmannsson, Sigrún Eva Grétarsdóttir og  Sigurður Halldór Jesson tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.

Dagskrá stjórnarfundar   

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar   
  2. Mánaðarskýrsla nóvember og desember
  3. Minnisblað vegna Dómsmálaráðherra
  4. Minnisblað vegna samráðsfundar ÍÆ og DMR
  5. Þjónustusamningur
  6. Ársáætlun 2020 og gjaldskrá
  7. Afhending gagna
  8. Kynning fyrir félagsmenn á þjónustu félagsins og breyttri gjaldskrá
  9. Aðalfundur ÍÆ 2020
  10. Nac og Euradopt
  11. Önnur mál  

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt.

2. Mánaðarskýrsla nóvember
Skýrsla vegna nóvember rædd, desember skýrslu frestað fram í febrúar.

3. Minnisblað vegna fundar með Dómsmálaráðherra 
Formaður segir frá heimsókn til nýs dómsmálaráðherra, minnisblað vegna fundar rætt.

4. Minnisblað vegna samráðsdunar ÍÆ og DMR
Farið yfir minnisblað sem formaður útbjó eftir fund hennar og framkvæmdarstjóra með DMR. 

5. Þjónustusamningur
Beðið er eftir upplýsingum frá DMR vegna þjónustusamnings, framkvæmdarstjóri hefur óskað eftir því að við ráðuneytið að lög og reglugerðir verði endurskoðuð á samningstímanum. Stjórn samþykkir samhljóða að skrifa undir nýjan þjónustusamning til 2ja ára þegar hann kemur frá ráðuneytinu.

6. Ársáætlun 2020 og gjaldskrá
Rætt um nýja ársáætlun og gjaldskrá sem tók gildi 1.janúar 2020.

7. Afhending gagna
Framkvæmdarstjóri segir frá heimsókn frá DMR vegna skjalavörslu og afhendingu gagna, ákveðið í þeirri heimsókn að það þurfi að skoða málið betur. 

8. Kynning fyrir félagsmenn á þjónustu félagsins og breyttri gjaldskrá
Formaður og framkvæmdarstjóri verða með erindi 21.janúar vegna breyttra tíma, fara yfir þær breytingar sem orðið hafa á þjónustu ÍÆ undanfarin ár og forsendur þess að gjaldskrá hækkar.

9. Aðalfundur ÍÆ 2020
Samþykkt að halda aðalfund félagsins fimmtudaginn 19.mars kl. 20:00, skrifstofa sér um að senda út fundarboð.

10.Nac og Euradopt
Formaður segir frá næsta stjórnarfundi Nac 31.janúar í Kaupmannahöfn. 
Euradopt ráðstefna verður í Kaupmannahöfn 14. – 16. maí.

11. Önnur mál
a. Post adoption fundur í DK
Ari segir frá umræðufundi sem haldinn var í Danmörku fyrir foreldra og ættleidda. Mikil umræða var um DNA gangagrunna.

b. Ættleidd frá Kína
Sagt frá erindi sem Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir verður með 16.janúar undir heitinu, „ Ættleidd frá Kína“.

c. Vinnuhópur vegna útgáfumála
Rætt um stöðu mála í vinnuhópnum, skoða þarf málin aftur.

Fundi lokið 22:20

Næsti fundur þriðjudaginn 11.febrúar kl. 20:30


Svæði