Fréttir

Heilsa og hollusta fyrir alla

Hina indælu Ebbu Guðný þekkja flestir, en hún er einn af þessum gullmolum sem dreifir jákvæðum boðskap um heilsu og mataræði í gegnum bækur sínar, blogg, sjónvarpsþætti og fyrirlestra.
Við vitum að hún kann að gera gómsætan og hollan mat og hún hefur m.a. fjallað um mikilvægi góðrar næringar í þeim matreiðslubókum sem hún hefur gefið út fyrir börn og foreldra.

Ebba ætlar að vera með fyrirlestur þriðjudaginn 17. október.
Hún kynnir fyrir okkur hvernig við getum á auðveldan hátt gert eitt og annað til að bæta heilsu okkar og ástvina. Hún lumar á fullt af hagnýtum ráðum og fróðleik, sem gæti nýst vel fyrir alla, líka unga fólkið sem er að koma frá öðrum löndum og þarf að kynnast nýjum mat og matarvenjum.

Erindið fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30 - 19:00.

Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur.
Vinsamlegast skráið barn/börn.

Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu.
Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.


Svæði