Fréttir

Í NÁNDINNI - INNLIFUN OG UMHYGGJA

Fyrirlestur 29. apríl 2015.
Fyrirlestur 29. apríl 2015.

Fyrirlesari er Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur.  Hann hefur áralanga reynslu af vinnu með foreldrum og börnum bæði í Danmörku og á Íslandi auk handleiðslu m.a. fyrir fósturforeldra og foreldra ættleiddra barna. Síðustu árin hefur Guðbrandur Árni rekið eigin stofu, Sálfræðiráðgjöfina, ásamt öðrum sálfræðingum og fengist þar við jafnt fjölskyldumeðferð sem einstaklingsmeðferð.  Þá hefur hann haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um heilaþroska og heilastarfsemi barna og mikilvægi nándar fyrir hvort tveggja.

Haustið 2013 kom út bók hans “Í nándinni - innlifun og umhyggja” hjá Forlaginu en hún fjallar um mikilvægi nándar fyrir eðlilegan þroska barna. Í fyrirlestrinum fjallar Guðbrandur Árni um bókina auk mikilvægi þess að foreldrar séu meðvitaðir um skömmina og áhrif hennar á sjálfsálit barna, en gott sjálfsálit  tengist náið hamingju á fullorðinsárum.

Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 29. apríl, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.

 


Svæði