Umsókn

Umsókn íslenskra verðandi kjörforeldra þarf að innihalda umsókn til dómsmálaráðuneytis Búlgaríu. Í henni skal meðal annars fyrirfinnast:

  • Stutt útlistun á umsækjanda/umsækjendum, persónulegar upplýsingar, þjóðerni, skilríki, fæðingarstaður, dvalarstaður og lögheimili, stutt útskýring á fjölskylduaðstæðum, fjárhag og félagslegri stöðu, upplýsingar um Happy Child og ÍÆ, þ.m.t. símanúmer, tengiliði, o.s.frv., og fleira er varðar ættleiðinguna
  • Íslenskt forsamþykki
  • Yfirlýsing um að umsækjandi/umsækjendur hafi ekki verið sviptir rétti til að vera foreldrar (yfirlýsingin skal ekki vera eldri en 2 mánaða, ÍÆ má gefa þessa yfirlýsingu út skv. samtali við starfsmenn dómsmálaráðuneytisins)
  • Samantekt barnaverndar, með upplýsingum um fjölskyldumeðlimi og heilsufar
  • Vottorð læknis um andlega og líkamlega heilsu umsækjanda/umsækjenda, sem tiltekur að hann/þau þjáist ekki af alvarlegum kynsjúkdómum, alnæmi, berklum eða öðrum lífshættulegum sjúkdómum (vottorðið má ekki vera eldra en 2 mánaða)
  • Sakavottorð
  • Hjónavígsluvottorð eða yfirlýsing um að einhleypur umsækjandi sé í raun einhleypur
  • Ljósrit af vegabréfum umsækjanda/umsækjenda
  • Ljósmyndir af umsækjanda/umsækjendum og heimli
  • Undirrituð skjöl frá Happy Child um að starfsmenn þeirra hafi rétt til að annast um ættleiðinguna fyrir hönd umsækjanda/umsækjenda

Svæði