Sálfræðiviðtöl

Ráðgjöf hjá sálfræðingi ÍÆ geta verið í formi viðtals við foreldri eða foreldra, foreldra og barn, barn og ættingja.  Auk þess er boðið upp á hópastarf bæði með börnum, börnum og foreldrum og foreldrum eða verðandi foreldrum. Ráðgjöfin fer líka fram í gegnum síma, netið s.s. skype eða sýndarherbergi og í tölvupósti.

Börnin:
Ráðgjöf fyrir börn geta tengst líðan þeirra s.s. vegna kvíða, depurðar eða einmanaleika, vanda vegna tengsla, hegðunar, félagslegra erfiðleika, náms, málþroska eða eineltis.  Auk þess getur ráðgjöfin fyrir börn verið vegna aðlögunar að leik- og grunnskóla og verunni þar.

Verðandi foreldrar og foreldrar:
Verkefnin geta tengst ættleiðingunni, að vera á biðlista, það að vera foreldri, að vera foreldri í krefjandi aðstæðum, að átta sig á stöðunni, uppeldismál, staðfesting á góðri frammistöðu í uppeldinu, hvað virkar og hvað virkar ekki og að passa upp á sig sem einstakling.

Leik- og grunnskólinn:
Sálfræðingurinn hefur líka farið í leik- og grunnskóla með fræðslu og ráðgjöf.   Þar fyrir utan stendur ÍÆ fyrir sérstakri fræðslu fyrir foreldra leik- og grunnskóla sem haldin er á haustin, sem haldin er af sérhæfðu fólki sem vinnur fyrir ÍÆ.

Fullorðnir ættleiddir:
Unnið er með m.a. tilfinningalega líðan s.s. kvíða, þunglyndi, vanda tengdum að tilheyra ekki, að vera öðruvísi og höfnun.  Þá er t.d. unnið með þætti sem tengjast uppruna viðkomandi, ættleiðingunni, uppvexti og upprunaleit, að átta sig á eigin styrkleika, að standa með sjálfum sér og eiga sinn tilverurétt.

captcha

Svæði