Fréttir

Aðalfundur 23.03.2011

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 23. mars 2011 kl. 20 í Háskólanum í Reykjavík.

Hörður Svavarsson formaður ÍÆ setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann tilefndi Hilmar Sigurðsson sem fundarstjóra og Eyrúnu Einarsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt af fundarmönnum með lófataki. Fundarstjóri tók þegar til starfa, kynnti dagskrá fundarins og kallaði eftir mótmælum um boðun fundarins.

1. Skýrsla stjórnar:
Hörður kynnir skýrslu stjórnar. Upplýsingar um hlutverk stjórnar eru aðgengileg á vef félagsins. Skipurit ÍÆ var samþykkt 2009 og ef til vill þarf að endurskoða það. Hörður rennir hratt yfir skýrsluna og kafla hennar. Tölulegar upplýsingar yfir ættleiðingar og þar sést að ættleiðingum er aðeins að fjölga. Langflest börn koma enn frá Kína. Farið yfir kynjahlutföll og eru fleiri drengir sem koma til landsins. Börn með sérþarfir eru um helmingur barna sem koma til landsins. Langflestir eru á biðlista eftir börnum frá Kína. 19 eru í umsóknarferlinu þar af 10 einhleypir.
Erlend sambönd: á árinu bættist við Togó.Á Indland eru engar breytingar á döfinni, verið að koma á miðlægukerfi sem vonandi verður til bóta þegar það fer að virka. Hægt hefur á samskiptum okkar við Indland á meðan verið er að koma þessu kerfi á. Flest börn hafa komið frá Kína. Við höfum samt aldrei heimsótt Kína. Samskiptin ganga Tékkland ganga mjög vel. Kólumbía gengur vel , sterkur Kólumbíuhópur er til og framkvæmdarstjóri heimsótti landið á árinu 2010. Það hefur skilað miklu og fékk framkvæmdarstjórinn miklar upplýsingar eftir þessar ferð og á meðan á henni stóð. Engin umsókn farin út til Makedóníu en ein fjölskylda bíður eftir að ættleiða þaðan. Tæland er að draga saman seglin. Staðan í Nepal hefur ekkert breyst, ástandið innanlands er þannig að þeir starfa ekki samkvæmt Haagsamningnum.
ÍÆ er að vonast til að geta bætt við löndum eins og Kenýa, Suður Afríku og Filipseyjum en þar erum við ekki með löggildingu. Allt er á fullu varðandi að fá löggildingu í Rússlandi, Utanríkisráðherra ætlar að gera fríverslunarsamning við Rússland og vill að á sama tíma verði undirritaður samningur um ættleiðingar. Pólland, er komið inn vegna Alþjóðlegar ættleiðingar sem fékk löggildingu sem síðan var færð yfir á ÍÆ við sameiningu. Tógó, er fyrsta afríkuríkið kemur inn vegna Alþjóðlegra ættleiðinga. Ísland hefur verið að sigla aðeins á eftir öðrum þjóðum en með Tógo erum við með þeim fyrstu. Ein umsókn er tilbúin til að fara út og tveir eru í ferli.
Nefndir og ráð: Hörður segir frá störfum nefnda félagsins. Fjáröflunarnefndin hefur safnað fé handa börnum en nú hafa verið gerðir athugasemdir í ráðuneytinu og þetta þykir ekki við hæfi. Samstarf er við PAS nefndina og hefur hún fengið það fjármagn sem hún hefur beðið um. Enda mikilvægt starf sem hún sinnir.
Nokkur verkefni 2010: Alþjóðleg ættleiðing og ÍÆ sameinuð, hliðarlisti einhleypra lagður niður, öll lönd sem að við erum í samstarfi við leyfa ættleiðingar einhleypra að einhverju leyti. 30 manns voru á listanum en 10 einhleypir eru nú í því ferli að sækja um. Gjaldskráin var endurskoðuð og var henni breytt. Vonandi hjálpar ný gjaldskrá fólki að skilja hvað það er að borga fyrir. Vöktun á sérþarfalista hefur aðallega verið í höndum tveggja einstaklinga þeim Ágústi og Kristínu Svölu. Þau vakta þessa lista á nóttinni einu sinni í mánuði og hefur helmingur barna komið í gegnum þessa lista. Þeim er sérstaklega þakkað fyrir sín störf. Fréttarit í pdf, eitt rit fyrir hvert land hefur komið út. 107 fréttir fóru inn á heimasíðu ÍÆ og Facebook síða félagsins hefur verið mjög virk. 

Hörður lýkur yfirferð skýrslu.
Glærurnar mun verða settar á heimasíðuna.

2. Ársreikningar félagsins:
Karl Steinar Valsson kynnti ársreikninga félagsins. Reikningarnir voru samþykktir af Deloitte og stjórnarmönnum ÍÆ.
Að þessu sinni er tap á rekstrinum en það er hægt að skýra, reksturinn er að mörgu leyti betri nú en áður þó það kunni að hljóma undarlega. Reikningar félagsins voru skoðaðir og var mikið um afskrifanir. Ætlunin er að einfalda og gera rekstrinn skýrari. Farið yfir tekjur sem voru 18 milljónir og gjöldin sem voru 20 milljónir. Eigið fé okkar er 12 milljónir en félagaði þarf að geta staðið undir ættleiðingar sem að eru í ferlinu. Launagreiðslur hafa hækkað, áður voru tveir starfsmenn í 75% starfi, nú eru tveir starfsmenn í 100% starfi.
Útgjöld vegna skýrslugerða hafa hækkað, áður voru þær ekki gerðar af fagfólki og því ódýrari, það hefur breyst og því hefur kostnaðurinn hækkað. Við höfum greitt gjöld til Nepal þó að ekki sé ættleitt þaðan. Félagstarfið, þar er sambærilegur kostnaður. Nefndirnar eiga að leggja fram tillögur að starfi sínu og fá síðan ákveðið fjármagn til þess sem þær sjálfar stjórna.
Rekstrarkostnaður hefur aukist, sérstaklega símkostnaður. Félagsmenn fá betri þjónustu og haft var samband við alla í byrjun árs. Reynt er að fá betri tilboð frá símafyrirtækjum. Ný tæki voru keypt á skrifstofu, ráðningarkostnaður vegna Eyrúnar var mikill þar sem stjórn vildi gera þetta faglega, ferðir voru farnar til Indlands, Tælands, Finnlands, Kólumbíu og á NAC fundi. Ferðakostnaður var því frekar mikill. Tapið var meira en stjórn átti von á. Náðum að hagræða í húsaleigukostnaði, reynt hefur verið að lækka hann enn meira. Starfsmenn skúra síðan og sjá um önnur þrif sjálfir. Fjármagnstekjur eru í erlendu gegni og þeir hafa þar af leiðandi lækkað. Félagið stendur samt mjög vel og gætt er aðhalds í rekstri. Þetta er samt viðkvæmt þar sem fjármunir frá ríkinu duga skammt. Nauðsynlegt er að fá talsverða hækkun frá ríkinu. Bankareikningur fannst í eigu félagsins þar sem lágu 3 milljónir enn erum við ekki búin að finna skýringu á þessum reikningi og verið er að fara í gömul gögn til að finna út hvaðan hann kemur. Hann hefur aldrei komið fram í ársreikningum síðan 2002.
Karl lýkur skýrslunni og fundarstjóri þakkar stjórninni fyrir tapið og hvetur til fyrirspurna.
Hörður gerir athugasemdir við það sem Karl sagði um ferðakostnað. Árið þaráður var ekkert farið þannig að þess vegna rýkur hann upp þetta árið. Ferðakostnaður félagsins er samt mjög lár og er í raun of lítill. Það þarf að heimsækja löndin oftar nágranna löndin eru að heimsækja löndin þrisvar á ári.
Fyrirspurn:
Spurning úr sal. Skortir meira af upplýsingum á vefnum, meiri upplýsingar á facebook en á vefnum, þetta þarf að laga.

Kristinn framkvæmdastjóri talar um hvaða vinnu Gíslína hefur lagt í bókhald félagsins, Bjarnhildur hefur líka lagt mikla vinnu í bókhaldið. Klappað er fyrir þeim og þeirra sjálfboðastarfi.

3. Kjör stjórnar:
Fjögur sæti eru laus og fjórir eru í framboði. Þeir sem eru í framboði eru: Hörður, Vigdís, Ágúst og Jón Gunnar Steinarson. Þau er þar með löglega kjörin og klappað fyrir því.

4.Ákvörðun um árgjald:
Rætt var um árgjald félagsins og lagt til að árgjaldið héldist óbreytt, kr. 5.500 og reynt yrði frekar að fá fleira fólk inn í félagið heldur en að hækka árgjaldið. Fundarstjóri kallaði eftir viðbrögðum úr sal varðandi árgjaldið. Var árgjaldið samþykkt samhljóða.

5. Lagabreytingar: Tillaga var einróma samþykkt
Lagabreytingin snýr að 8. gr. laga félagsins. Í stað orðins „skrifstofustjóri“ kemur „framkvæmdastjóri“. Greinin hljóðar því svo eftir breytingu:
Framkvæmdastjóri
Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra og ákveður starfskjör hans. Stjórnin veitir og prófkúruumboð fyrir félagið.
Framkvæmdastjóri hefur með höndum stjórn á daglegum rekstri félagsins og kemur fram fyrir þess hönd í öllum málum sem varða venjulegan rekstur.
Framkvæmdastjóra ber að veita stjórnarmönnum og endurskoðendum allar upplýsingar um rekstur félagsins sem þeir kunna að óska og veita ber samkvæmt lögum.
Breytingartillaga samþykkt samhljóða af fundarmönnum með lófataki.

6. Önnur mál:
Hörður útskýrir af hverju við erum með þessar breytingar, en sumstaðar stendur um félagið að það sé skrifstofustjóri og annarsstaðar framkvæmdarstjóri þarna þarf að vera samræmi.
Fjáröflun: erfitt hefur verið fyrir félagið að koma þessum peningum út, félagið má ekki senda þessa peninga út. Hörður leggur til að fundur álykti um undirbúning sjóðs til að halda utan um þessa peninga og koma þeim til barna sem að ekki verða ættleitt. Formið á þessum sjóði verður borið undir félagsmenn. Þessi tillaga Harðar er einróma samþykkt.
Fyrirspurn: Helga Magnea: hægt að hafa fjarfundarbúnað á næsta fundi fyrir fólk sem býr út á landi. Þannig að þau hafa betri aðgang að fundi. Biður stjórn um að kanna þetta fyrir næsta fund.
Vigdís úr stjórn bendir á að við bjóðum upp á lögfræði aðstoð og hefur Vigdís fengið tvo lögfræðinga á Akureyri til að aðstoða okkur. Ættum að setja þesar upplýsingar á heimasíðu.

Umræða um að hafa fundinn um helgi. Kristinn sendi línu út á landsbyggðina um hvernig við gætum bætt þjónustu við þau. Þau sem að svöruðu voru mjög sátt.
PAS nefnd: Snjólaug Elín Sigurðardóttir formaður heldur erindi.
PAS er að ljúka fimmta starfsári sínu. Sex félgsmenn starfa í nefndinni. Tengiliður er milli stjórnar og PAS nefndar. Meðlimir nefndarinnar eru allir kjörforeldrar. Metnaður í nefndinn að þróa og efla starfið til að styðja við bakið á félagsmönnum. PAS starfið er að verða sýnilegra en áður. PAS er mjög vítt hugtak. Markmið PAS er að aðstoða fjölskyldur við að aðlagast á sem bestan hátt að lokinn ættleiðingu. PAS vill líka styðja við þá sem eru á biðlista ÍÆ og félagsmenn á landsbyggðinni. Norðurlandsdeild PAS nefndar er virk og verið er að stofan Suðurlandsdeild.
PAS nefnin hefur haldið marga funda og er allt starf PAS nefndar unnið í sjálfboðavinnu. Helstu verkefni PAS hafa verið spjallkvöldin Hjartans mál hafa verið haldin þrisvar. PAS vill koma einnig þessum spjallkvöldum á Skypeform. PAS undirbjó einnig málþing ÍÆ sem haldið var i október 2010. Í nóvember kom svo Nadia Molina og hélt fyrirlestur og bauð upp á ráðgjöf.
Snjólaug fer yfir þau verkefni sem að PAS er að vinna að.
Talmeinafræðingurinn Ingibjörg Símonardóttir er aftur komin í sjálfboðvinnu fyrir ÍÆ. Þórdís geðhjúkrunarfræðingur verður einnig með ráðgjöf. Nýju samstarfi hefur verið komið á við Æfingastöðina.
Snjólaug ræðir framtíð félagsins og hvað er í gangi á næstunni, PAS ætlar að setja greinar inn á heimasíðu félagsins þegar ný síða kemur. Allir meðlimir PAS eru einnig stuðningsforeldrar sem alltaf má hafa samband við.
Fundarstjóri þakkar Snjólaugu.
Fyrirspurn: Hvaða breytingar eru á stjórninni? Hörður svarar: Pálmi er að hætta, Karl er að segja sig úr stjórn af persónulegum ástæðum. Finnur hefur verið óvirkur og hann mun ganga frá því formlega væntanlega að segja af sér. Þarf að kjósa einn varamann og einn í stjórn. Þarf að auglýsa auka aðalfund.
Fundarstjóri kallar eftir fleiri fyrirspurnum.
Kristinn framkvæmdarstjóri tekur fram að skemmtinefnd er að hætta. Ein hefur boðið sig fram þannig að enn vantar. Einnig bendir hann á að alltaf vantar gott fólk í nefndir.
Hörður þakkar fólki fyrir góða mætingu, og þakkar fyrir góðan fund.
Fundarstjóri segir aðlfundi slitið kl 21:40.

Fundarritari
Eyrún Einarsdóttir


Svæði