Fréttir

Ættleiðingar til umfjöllunar í sjónvarpi í dag

Í nærveru sálar
Í nærveru sálar

Í þættinum Í nærveru sálar verður í dag fjallað um ættleiðingar og stöðu þess málaflokks. Þar fara á kostum þáttastjórnandinn Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og Sigrún María Kristinsdóttir, blaðamaður, doktorsnemi og höfundur bókarinnar Óskabörn, en formaður Íslenskrar ættleiðingar kemur líka við sögu í þættinum.

Þættirnir Í nærveru sálar eru á sjónvarsstöðinni ÍNN og eru endurfluttir á mismunandi tímum. En eftir frumsýningu þáttarins í dag verður einnig hægt að sjá hann á netinu af heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar.

Þáttastjórnandinn Kolbrún Baldursdóttir, sem er klínískur sálfræðingur, bloggar á pressan.is og skrifaði í gær um þáttinn sem frumsýndur verður í dag. Hún segir meðal annars:

Tilkoma barns á heimili er oftast nær tilefni gleði og eftirvæntingar. Þetta á ekki síður við í þeim tilvikum þegar börn eru ættleidd. Nær undantekningarlaust hafa fjölskyldur sem bíða eftir að fá barn ættleitt gengið í gegnum langan biðtíma sem jafnvel er stundum hlaðinn óvissu. Mörg pör eru þá þegar búin að ganga langa þrautargöngu við að reyna að eignast sitt eigið barn og í því sambandi gengið í gegnum erfiðar aðgerðir og tilraunir á sviði tæknifrjóvgunar.

 


Svæði