Fréttir

Afleysing á skrifstofu

Gíslína Ólafsdóttir
Gíslína Ólafsdóttir

Næstu fjórar vikur mun Gíslína Ólafsdóttir leysa af á skrifstofu félagsins en Kristinn Ingvarsson verður í langþráðu orlofi þennan tíma.

Gíslína er mörgum félagsmönnum að góðu kunn en hún hefur látið að sér kveða á vettvangi okkar og er ein af forystumönnum í Foreldrafélagi ættleiddra barna, þar sem hún gegnir nú stöðu gjaldkera. Gíslína hefur verið í starfsþjálfun á skrifstofu Í.Æ. undanfarnar vikur en auk þess hefur hún unnið í sjálfboðavinnu að endurskipulagningu bókhalds félagsins allt þetta starfsár. Við bjóðum Gíslínu velkomna til starfa.

Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að Gíslína er ekki ein af þeim fjölmörgu sem sóttu um starf skrifstofumanns sem Í.Æ. auglýsti laust fyrir skömmu með milligöngu ráðgjafar- og ráðningarfyrirtækisins Hagvangs.

Það hefur komið fram að félagsmönnum er eðlilega annt um að sérlega vel sé að verki staðið þegar fólk er ráðið til starfa hjá félaginu og því er vandað til væntanlegrar ráðningar og miklar kröfur gerðar til menntunar og hæfni tilvonandi starfsmanns. Ráðningarferli með þessum hætti tekur töluverðan tíma.


Svæði