Fréttir

Alþýðublaðið - Kjörbörn og fósturbörn

GERA ber skarpan greinarmun á 1) ættleiðingu og 2) fóstursambandí, sem er tvennt ólíkt. Um ættleidd börn, eða kjör börn eins og þau eru venjulega nefnd manna á milli, gilda hér á landi sérstök lög, en um fóstur börn er við fá lagafyrirmæli að styðjast og alls engin heildarlög. Lög um meðferð einkamála í héraði og lög um meðferð opinberra mála drepa þó lítillega á fóstursamband. Sjá og alm. hegningarlög og lög um almannatryggingar.
Mikill munur er á því hvort barn er kjörbarn eða fósturbarn.
Hinn veigamesti munurinn á ættleiðingu og fóstri er þessi:
1) Þegar barn er ættleitt, hverfa foreldraráð til ættleiðenda.
2) Þegar barni er komið í fóstur, haldast foreldraráðin eftir sem áður hjá foreldrunum.
Annar veigamikill munur er líka sá, að erfðasamband er á milli kjörforeldra og kjörbarna og gagnkvæmt, en ekkert erfða samband (lögerfðasamband) á milli fósturforeldra og fósturbarna þeirra. Hins vegar er að sjálfsögðu áframhaldandi erfðasamband milli fósturbarns og kynforeldris, þó að barninu sé komið í fóstur. Við ættleiðingu rofna aftur lögerfðatengsl kynforeldris og kjörbarns.
Fóstur er að sjálfsögðu stofninn bæði í venjulegu fóstursambandi og ættleiðingu, — er ættleiðing sprottin úr venjulegu fóstursambandi, sem því er eldra. T.d. rekumst við víða í íslendingasögum á fóstursamband, en að sjálfsögðu ekki á ættleiðingu, eins og við þekkjum hana nú. Að fornu tóku menn oft annarra börn til fósturs og uppeldis í heiðursskyni við foreldra — eða þeim til stuðnings, sem í kröggum voru.
Ættleiðing í íslenzkum lögum er þangað komin úr dönskum rétti, sem aftur hefur þáð hana úr öðrum evrópskum rétti. Talið er, að ættleiðing sé upphaflega komin úr Rómarrétti (adoptio-doptio: Kjörval). í Rómarrétti var um tvenns konar ætt leiðíngar að ræða — germanskur réttur er aftur kunnur að ýmiss konar fóstursamböndum. Ættleiðing er nú orðin töluvert rótgróin og ekkert reifabarn í norrænum rétti, - en þó að undarIegt megl virðast eru til þjóðir, sem jafnvel þekkja hana ekki, t.d. Portúgalar, en í Portúgal, einu Evrópulanda, þekkist ættleiðing alls ekki. Og sum önnur Evrópulönd hafa verið sein til í þessum efnum, - t.d. fengu Hollendingar sína fyrstu ættleiðingarlöggjöf ekki fyrr en 1956.
Ættleiðing er mjög viðamikið lögfræðilegt viðfangsefni, sem ekki verða gerð skil að ráði að þessu sinni; verður það að bíða sérstakrar greinar, ef tækifæri gefst. En þeim sem áhuga hafa á að kynna sér efnið til einhverrar hlítar, hafa til dæmis á huga á að taka kjörbarn, skal bent á tvö undirstöðurit íslenzkra bókmennta um þessi efni: langa og ítarlega ritgerð próf. Ármanns Snævarrs um hina lögfræðilegu hlið málsins, en sú ritgerð birt ist á sínum tíma í Tímariti lögfræðinga og var gefin út sérprentuð; og bók dr. Símonar Jóh. Ágústssonar, Um ættleiðingu er út kom á vegum Almenna bóka élagsins fyrir nokkrum árum. Bók próf. Símonar er alveg nauð ynleg lesning kjörforeldrum en þar er gripið á efni frá upp eldisfræðilegu og almennu sjónarmiði. GA. 

Alþýðublaðið - Kjörbörn og fósturbörn


Svæði