Fréttir

Fjáröflun - bolir - ný sending komin

Nýjir bolir
Nýjir bolir

Fjáröflunarnefnd ÍÆ hefur hafið sölu á stuttermabolum og mun ágóði þeirrar sölu renna óskiptur til verkefna tengdum munaðarlausum börnum í ættleiðingarlöndum ÍÆ.

Fjáröflunarnefndin er svo lánsöm að þekkja gott fólk út í Kína sem gefur bæði vinnu sína og efni til styrktar þessu verkefni.

Bolirnir koma í mörgum litum og stærðum.

Við munum hefja sölu á þessum bolum í útilegu ÍÆ helgina 8-10 júlí, en síðan verða þeir til sölu á skrifstofu ÍÆ. Einnig er hægt að nálgast boli hjá nefndarmönnum.

Bolirnir verða seldir á 1000 kr. barnabolir og 1500 kr. bolir á fullorðna. Tekið skal fram að vegna mikillar gjafmildi velunnara okkar í Kína þá erum við svo lánsöm að hver einasta króna rennur í styrktarsjóð okkar. Sjón er sögu ríkari.

Sumarkveðja

Fjáröflunarnefnd (Gilla, Anna Margrét, Kristjana, Sigrún, Sigríður og Hulda)


Svæði