Fréttir

Foreldravinnustofa - námskeið fyrir foreldra ættleiddra barna - frestað

Foreldravinnustofa með aðferðum markþjálfunar
- Námskeið fyrir foreldra ættleiddra barna -

Þann 24. Janúar næstkomandi hefst námskeið hjá Íslenskri ættleiðingu undir leiðsögn Arnar Haraldssonar, teymisþjálfa og PCC markþjálfa en hann er einnig faðir ættleidds drengs. 

Markmiðið með námskeiðinu er að styrkja foreldra í hlutverki sínu. Þeir fái tækifæri til að spegla áskoranir, sigra og hindranir með það að leiðarljósi að auka jákvæð samskipti. Unnið verður með fjögur mismunandi þemu á námskeiðinu, eitt í hvert í skipti, en áhersla verður lögð á að virkja þátttakendur og rými verður til að aðlaga tímana að þeim umræðuefnum sem brenna á fólki.
Örn mun einnig miðla sinni þekkingu og verkfærum með sinni faglegri reynslu. 

Þar sem að um tilraunaverkefni er að ræða býðst félagsmönnum sérstakt verð fyrir námskeiðið nú þegar það er haldið í fyrsta sinn, aðeins 30.000 (hægt verður að fá kvittun og nýta styrk í stéttarfélagi).

Hámark 10 manns komast á námskeiði sem verður haldið á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar í Skipholti 50b.

Námskeiðið er 4 skipti, 2 klst í senn 17.30 - 19.30

Námskeiðið fer fram á mánudögum á eftirfarandi dagsetningum - 24. Janúar, 31. Janúar, 7. Febrúar og 14. Febrúar


Svæði