Fréttir

Frá skemmtinefnd

Ný skemmtinefnd tók til starfa eftir aðalfund í maí, s.l.  

Hana skipa í Reykjavík, Pálína Gísladóttir, Sigríður Viðarsdóttir, Hrönn Traustadóttir, Ragnheiður Elín Ragnarsdóttir, Hulda Þórisdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Helga Karlsdóttir,  Linda Wessman, Kristbjörg S. Richter og á Norðurlandi eru sem fyrr þær, Ingibjörg Magnúsdóttir og Birna Blöndal.

Nefndin er komin með netfangið skemmtinefndiae@google.com og eru félagsmenn eindregið hvattir til að hafa samband með góðar hugmyndir  og ábendingar til skemmtinefndar.
 
Við minnum á næstu viðburði á vegum nefndarinnar sem eru sumargrill á Kjarnaskógi á Akureyri þann 6. júní og í Furulundi í Heiðmörk þann 14. júní. Hápunktur sumarsins er svo útilegan 17.-19 júlí sem að þessu sinni er haldin í Varmalandi í Borgarfirði. Möguleiki er að leigja 5-10 herbergi og eru áhugasamir vinsamlegast beðnir að snúa sér beint til húsvarðar í Varmalandi.


Svæði