Fréttir

Jól

Það er um þessar mundir sem að ró og friður færist yfir starf Íslenskrar ættleiðingar. Samstarfsaðilar okkar á erlendri grund hafa ljúka störfum sínum á þessu ári og fara í jólaleyfi.  Við notum því tækifærið og drögum saman seglin og bjóðum uppá lágmarksþjónustu yfir hátíðarnar, þ.e. tölvupóstum sem berast verður svarað og neyðarsíminn (8951480) verður virkur - brugðist verður við neyðartilvikum.

Starfsfólk félagsins mun nota jólaleyfið til að hlaða batteríin fyrir komandi ár með nýjum áskorunum og opna skrifstofu félagsins að nýju á nýju ári - þann 5. janúar. 
Síðastliðin ár hefur starf skrifstofunnar eftir áramót farið frekar bratt af stað. Það virðist vera að fjölmargir umsækjendur hafa notað kyrrðina yfir hátíðarnar til tala saman, komast að niðurstöðu og pantað fyrsta viðtalið hjá Íslenskri ættleiðingu.
Starfsmenn félagsins hlakkar til að taka á móti nýjum umsækjendum á nýju ári og ekki síður að sinna okkar fjölmörgu félagsmönnum.

 


Svæði