Fréttir

Kínverskunámskeið fyrir börn 8-12 ára

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós mun bjóða upp á byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Um er að ræða 10 skipta námskeið einu sinni í viku á laugardögum kl. 10:00 – 11:15 sem hefst 2. febrúar og stendur til og með 6. apríl. Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík.
Námskeiðsgjald er 10.000 kr.

Kennari námskeiðsins er Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir, BA í kínverskum fræðum frá HÍ. Á námskeiðinu verður farið í grunnstef í kínversku talmáli og rittáknum. Áhersla verður á að hafa tímana skemmtilega og áhugaverða og mikið lagt upp úr leikjum og söng.

Af hverju að læra kínversku?
Kínverska er töluð af um fimmtungi mannkyns og verður án efa eitt af mikilvægustu tungumálum þessarar aldar.
Kínverska veitir lykla að nýjum heimi sem eykur víðsýni og þekkingu.
Kínverska er öðruvísi tungumál sem gaman er að kljást við, ekki síst ritmálið.

Skráning á konfusius@hi.is

 


Svæði