Fréttir

Kynningarkvöld um SN leiðina

Gestur Pálson
Gestur Pálson

Fimmtudagskvöldið 20. maí stendur starfshópur á vegum félagsins fyrir kynningarkvöldi á svokallaðri SN leið í ættleiðingum en þar er um að ræða ættleiðingar á börnum frá Kína með skilgreindar sérþarfir.

Til að eiga kost á að ættleiða samkvæmt SN leiðinni þarf að eiga forsamþykki í gildi í Kína. Horfur eru á að möguleikar á ættleiðingum barna með skilgreindar sérþarfir opnist frá öðrum löndum í framtíðinni. Allir eru velkomnir meðan að húsrúm leyfir.

Fundurinn hefst klukkan 20 þann20 maí og verður haldinn í húsnæði Háskólans í Reykjavík að Ofanleiti í stofu 201.


Svæði