Fréttir

Mbl - Ráðuneytið að skoða ættleiðingar

Reuters
Reuters

Innanríkisráðuneytið er að fara yfir málefni Íslenskrar ættleiðingar og stefnir að því að svara félaginu í næstu viku. Staða félagsins er í mikilli óvissu vegna fjárhagserfiðleika.

Íslensk ættleiðing hefur tilkynnt innanríkisráðuneytinu að við ríkjandi aðstæður getur Íslensk ættleiðing ekki haldið námskeið fyrir verðandi kjörforeldra með sama hætti og áður. Slík námskeið eru forsenda þess að fólk fái að ættleiða barn.

34 fjölskyldur sem eru í umsóknarferlinu eiga eftir að sitja undirbúningsnámskeið fyrir verðandi kjörforeldra og geta ekki lokið því ferli fyrr en eftir þátttöku á slíku námskeiði, eins og kveðið er á um í reglugerð.

Verið er að skoða málefni Íslenskrar ættleiðingar í innanríkisráðuneytinu. Starfandi er nefnd undir forystu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem er ætlað að fjalla um málefni ættleiðinga almennt. Samráð verður haft við hópinn um stöðuna. Ráðuneytið stefnir að því að svara Íslenskri ættleiðingu formlega í næstu viku.


Svæði