Fréttir

Nýir stjórnarmenn

Aukaaðalfundur Íslenskrar Ættleiðingar var haldinn 21. apríl síðastliðinn. Á dagskrá fundarins voru lagabreytingar og kjör tveggja stjórnarmanna auk tveggja varamanna.
Fundurinn var fjölsóttur en 72 atkvæði voru greidd í kosningu um stjórnarmenn. Þar af greiddu umboðsmenn félagsmanna atkvæði fyrir sjö einstaklinga.
Í stjórn voru kosin þau Karl Steinar Valsson og Guðbjörg Grímsdóttir. Varamenn voru kjörnir þau Pálmi Finnbogason til tveggja ára og Margrét R. Kristjánsdóttir til eins árs.
 
Sjö einstaklingar buðu sig fram til starfa í stjórninni og er þessi mikli áhugi á að starfa fyrir félagið sérstaklega þakkarverður. Ný stjórn mun hald sinn fyrsta fund þriðjudaginn fimmta maí og skipta með sér verkum.
Um aukaaðalfundinn má lesa nánar í fundargerð sem liggur fyrir hér á vefnum á lokuðu svæði félagsmanna.

Svæði