Fréttir

Nýtt rit - Kjörbarnið og leikskólinn

Kjörbarnið og leikskólinn
Kjörbarnið og leikskólinn

Nú er kominn út hjá Íslenskri ættleiðingu bæklingur um kjörbarnið og leikskólann sem þýddur er úr sænsku. Höfundur hans, Anna Elias, er leikskólakennari, uppeldisfræðingur og móðir ættleiddra barna. Bæklingurinn er seldur á skrifstofu ÍÆ og er hægt að fá hann sendan út á land, hann kostar 600 kr.

Leikskólinn er í dag mikilvægur hluti af daglegu lífi flestra barna. Þar dvelja þau löngum stundum og fá mikla félagslega þjálfun. Bæklingnum er ætlað að kynna þá sérstöðu ættleiddra barna sem felst í uppruna þeirra og ættleiðingunni sjálfri til að auðvelda starfsfólki leikskólanna að sinna kjörbörnum vel.


Svæði