Fréttir

RÚV - Fyrsta samkynhneigða parið ættleiðir

Mynd: Shutterstock.
Mynd: Shutterstock.

Sindri Sindrason og eiginmaður hans Albert Leó Haagensen eru fyrsta samkynhneigða parið hérlendis sem ættleiðir barn. Lög um ættleiðingu samkynhneigðra hafa verið við gildi frá því 2006 en ættleiðingarferli Sindra og Alberts hófst árið 2011.

Þeir fengu stúlkubarn til sín í byrjun árs 2012 og nú rúmu ári síðar hefur ættleiðingin gengið að fullu í gegn. Sindri sagði í samtali við Fréttablaðið í morgun að ferlið hafi hugsanlega gengið svona fljótt og vel fyrir sig vegna samþykkis móðurinnar. Þá sagðist hann hissa á að fleiri samkynhneigðir skyldu ekki hafa farið sömu leið. Fá úrræði eru í boði fyrir samkynhneigða karlmenn sem vilja eignast börn, en staðgöngumæðrun er óheimil á Íslandi. Það gerir málin enn flóknari að ekkert land heimilar alþjóðlegar ættleiðingar til samkynhneigðra, og því einungis hægt að ættleiða gegnum sýslumannsemættið og barnaverndaryfirvöld hérlendis.

http://www.ruv.is/frett/fyrsta-samkynhneigda-parid-aettleidir

 

 

 


Svæði