Fréttir

RÚV - Svíar mega ekki ættleiða rússnesk börn

Svíar geta ekki lengur ættleitt börn frá Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld ákváðu að hætta samstarfi um ættleiðingar, vegna þess að hjónabönd fólks af sama kyni, eru leyfð í Svíþjóð.

Að sögn sænska ríkissjónvarpsins gildir bannið ekki aðeins um sænsk pör, heldur alla þá sem búa í löndum þar sem fólk getur gengið í hjónaband, óháð kyni. Nema ef gerður hefur verið samningur sem tryggir að barnið verði ekki ættleitt af samkynhneigðu fólki.

Meira en hálf milljón munaðarlausra barna eru í Rússlandi, að sögn Sænska ríkisútvarpsins.

http://www.ruv.is/frett/sviar-mega-ekki-aettleida-russnesk-born


Svæði