Fréttir

Stjórnarfundur 02.04.2013

Stjórnarfundur 02.04.2013

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 2. apríl 2013 kl. 20:00

Mættir:
Anna K. Eiríksdóttir
Ágúst Guðmundsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri skrifstofu og Ragnheiður Davíðsdóttir starfsmaður skrifstofu sátu einnig fundinn.

Mál á dagskrá:
Dagskrá:
1. Verkefni stjórnar
2. Varamenn í stjórn
3. Samtökin 78
4. EurAdopt - Skýrsla Íslands
5. Beiðni til Innanríkisráðuneytis að senda bréf til Suður Afríku og annarra landa til þess að kanna með ættleiðingar samkynhneigðra.
6. Önnur mál

1. Verkefni stjórnar
Ritari og gjaldkeri lagðir niður á Aðalfundi í mars 2013 og eru þau störf nú í höndum skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar.

2. Varamenn í stjórn
Boðun á fundi verður með sama hætti og áður hefur verið þangað til annað hefur verið ákveðið.

3. Samtökin 78
Ákveðið að óska eftir fundi með Samtökunum 78 og öðrum fundi með starfshóp áhugafólks um ættleiðingar samkynhneigðra.

4. EurAdopt - Skýrsla Íslands
Skýrsla lögð fram og samþykkt. Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri og Anna Katrín Eiríkisdóttir stjórnarmaður fara fyrir hönd Íslenskrar ættleiðingar á Euradopt Council meeting í Mílanó 18.apríl.

5. Beiðni til Innanríkisráðuneytis
Ákveðið að biðja Innanríkisráðuneyti að senda bréf til Suður-Afríku.

6. Önnur mál
Tölvupóstur barst frá tengilið okkar í Tékklandi þar sem okkur var tjáð ekki væri hægt að taka á móti okkur í maí en hún stakk uppá að við kæmum í heimsókn í október.
Ráðningar leiðbeinenda fyrir undirbúningsnámskeið stendur yfir og Lene Kamm er væntanleg til landsins föstudaginn 5.apríl. Ráðningar í ráðgjafastöðu eru á byrjunarstigi. 

Fundi slitið kl. 21.45
Fundargerð ritaði: Ragnheiður


Svæði