Fréttir

Stjórnarfundur 18.01.1981

Stjórnarfundur haldinn í tilefni af bréfi sem senda á félagsmönnum í tilefni þess að ný stjórn er tekin við e. aðalfund svo og til að kynna félagsmönnum úti á landsbyggðinni gang mála. Bréfið samið. Ákveðið að fá Lárus Blöndal til að gera nýjan bréfhaus sem bæði bæri m/nafni félagsins á íslensku og ensku, og láta síðan prenta bréfhaus en ekki á umslög. Ákveðið að yfirfara og bæta spjaldskrá félagsmanna og gera fleiri eintök af henni f. stjórnarmeðlimi. Fjallað er um nokkrar umsóknir til Mauritius og að etv. væri æskilegt að Íslendingur, fulltrúi félagsins færi til eyjanna sem fyrst til að ná í börn en um leið að treysta sambönd þar og kanna framtíð þessara ættleiðinga eins og mögulegt er. En fyrstu börnin mun mr. H. Johnson koma með til________.
Rætt um að kosta hugsanlega heimsókn Hollis til landsins en hann hefur sýnt áhuga á að koma.

Valgerður Baldursdóttir.


Svæði