Fréttir

Stjórnarfundur 05.06.1986

Mætt eru - Engilbert - Guðrún - Elín.

Aðalefni fundarins var að semja bréf til barnaverndarnefndar Sri Lanka og óska eftir aðstoð frá þeim, allavega fyrir þau hjón sem ættu að vera farin.

Ræddum um fund er Elín og Guðrún áttu við Gunnlaug í Hjálparst. kirkjunnar. Hann ætlar að senda telex út til aðalstöðva og biðja um allt sem þeir vita um ættleiðingar, þá hvaða lönd séu opin. 
Einnig var ákveðið að skrifa út til Indlands til aðalstöðva móðir Teresu og biðja um hjálp. Ætlum að fá meðmæli stjórnvalda til þess að senda með.

Fundi slitið kl. 12:30.

Elín Jakobsdóttir.


Svæði