Fréttir

Stjórnarfundur 09.06.2015

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 9. júní 2015, kl. 20:00.

 Fundinn sátu:  Sigrún María Kristinsdóttir, Elín Henrikssen, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ágúst Hlynur Guðmundsson, Hörður Svavarsson og Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir. Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri sat fundinn.

 Fundargerð ritaði: Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.

 Dagskrá:

1. Fundargerð.
Fundargerð stjórnar gerð á stjórnarfundi dags. 26. maí 2015.
Niðurstaða fundar: Fundargerð samþykkt. 

2. Mánaðarskýrslur desember til júní.
Kristinn fór yfir mánaðarskýrslur fyrir desember 2014 til júní 2015.
Niðurstaða fundar: Engar athugasemdir. Samþykkt.

Fylgiskjal: Mánaðarskýrslur framkvæmdastjóra fyrir desember 2014 til júní 2015.

3. Meðferð ættleiðingarmála (sbr. reglugerð og þjónustusamning) (sjá fylgiskjal: Bréf frá Gesti)
Hinn 19. maí sl., barst formlegt erindi til stjórnar ÍÆ frá Gesti Pálssyni sérfræðingi í barnalækningum á Barnaspítala Hringsins, Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. Í erindi sínu til stjórnar tilkynnti Gestur Pálsson að hann myndi ekki starfa áfram fyrir ættleiðingarfélagið. Gestur Pálsson hefur undanfarin 35 ár aðstoðað foreldra þeirra barna sem ættleidd hafa verið erlendis frá. Hefur Gestur tekið á móti hátt í 600 ættleiddum börnum og átti á sínum tíma frumkvæðið að því að börn ættleidd erlendis frá yrðu skoðuð á Barnaspítalanum strax við heimkomu og fengju aðstoð og meðferðarúrræði þar sem mæltist vel fyrir.
Niðurstaða fundar: Stjórn mun tilkynna Innanríkisráðuneytinu um þá stöðu sem upp er komin.

Fylgiskjal:  Bréf frá Gesti Pálssynisérfræðingi í barnalækningum á Barnaspítala Hringsins, dags. 19. maí 2015.

4. Rekstraráætlun og starfsáætlun (sjá drög send 17.12.14 frá KI)
Niðurstaða fundar: Frestað.  

5. Önnur mál.

  1. Fundargerðir stjórnar.
    Niðurstaða fundar: Vigdís mun taka að sér starf fundarritara stjórnar.
  2. Erindi varðandi heimildarmyndagerð.
    Stjórn barst erindi frá Kamilu Zlatušková, tékkneskri kvikmyndargerðarkonu sem hefur áhuga á því að gera heimildarmynd sem fjallar um ættleiðingar á börnum frá Tékklandi til Íslands.
    Niðurstaða fundar: Frestað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22.30.

 


Svæði