Fréttir

Stjórnarfundur 11.12.2009

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar fimmtudaginn 10. desember 2009, kl. 17.17 í húsnæði ÍÆ Austurveri.

19. fundur stjórnar

Mættir til fundarins stjórnarmenn ÍÆ:

Ágúst Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Margrét Rósa Kristjánsdóttir
Pálmi Finnbogason
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Fundinn sat einnig Kristinn Ingvarsson, starfsmaður skrifstofunnar.

Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.

Mál á dagskrá:
1. Erindi fulltrúa PAS-nefndar
2. Ráðningarsamningur við framkvæmdastjóra ÍÆ
3. Erindi framkvæmdastjóra ÍÆ

1. Erindi fulltrúa PAS-nefndar
Til fundarins komu fulltrúar PAS-nefndar þær Ólöf, Helga Magnea og Snjólaug. Fulltrúar PAS-nefndar lögðu fyrir stjórn metnaðarfulla starfsáætlun og ósk um fjármagn til starfa nefndarinnar fyrir árin 2010-2011.

Fundarritari tók saman helstu atrið er komu fram í samræðu stjórnarmanna og fulltrúa PAS-nefndar og eru þær stiklur vistaðar á sérstöku minnisblaði.

Að loknu erindi PAS-nefndar er ljóst að mikill kraftur, afl, dugnaður og áhugi er á meðal nefndarmanna. Stjórn Í.Æ. þakkar PAS-nefnd öflugt starf og metnaðarfullar áætlanir og mun vinna að fjármögnun verkefna í samstarfi við nefndina. Kostnaðaráætlun nefndarinnar fær frekari umfjöllun í lokavinnu við rekstaráætlun félagsins.

2. Ráðningarsamningur framkvæmdastjóra 
Lagður fram ráðningarsamningur við Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar en samningurinn er gerður í samræmi við ákvörðun stjórnarfundar þann 1.12.2009 og með fyrirvara um samþykki stjórnar. Samningurinn er samþykktur samhljóða.

3. Erindi framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri leggur fram áætlanir um brýnustu verkefni. Þá tilkynnir hann stjórn að þegar hefur verið haft samband við biðlistafólk og það upplýst um starfsmannabreytingar á skrifstofu og stöðu þeirra umsókna í ættleiðingarferlinu. Mjög jákvæðar undirtektir hafa verið hjá framangreindum hópi.

Þá var samþykkt að skrifstofa ÍÆ verði lokuð á milli jóla og nýárs og fyrirhugað verði strax á nýju ári að tilkynna nýjan þjónustutíma skrifstofu félagsins.

Þá var aftur tekinn upp þráðurinn frá því á rýnihópafundunum sem haldnir voru fyrr í haust. Er vinna þegar hafin hjá Kristni og Fanneyju við svokallaða ferlavinnu, til þess að teikna upp umsóknarferlið í hverju ættleiðingarlandi með það að markmiði að auka gagnsæi þannig að nýir og núverandi umsækjendur geti fylgst betur með þeim tíma sem ferlið tekur í hverju landi, allt þar til umsókn þeirra hefur verið formlega afgreidd. Besta leiðin til að stjórna ferlum sem þessum væri ef hægt væri að innleiða kerfi sem héldi utan um öll skref þess og tryggði þannig að gætt væri að breyttum aðstæðum í ferlinu, og þannig fylgt eftir lokadagsetningum eins og útrunnu forsamþykki o.s.frv. Myndi þetta tryggja að skrifstofan gæti alltaf veitt félagsmönnum eins góða þjónustu og möguleg er. Þá verða umsóknarferlin sett á heimasíðu ÍÆ, félagsmönnum og öðrum til upplýsingar.

Að lokum leggur framkvæmdastjóri félagsins fram afrit af úrsagnarbréfi sínu úr stjórn Alþjóðlegrar ættleiðingar (AÆ) og tilkynnir einnig um úrsögn sína úr nefnd á vegum Foreldrafélags ættleiddra barna.

Fundi slitið kl. 19.30.
Vigdís Sveinsdóttir ritaði fundinn.


Svæði