Fréttir

Stjórnarfundur 14.03.2008

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 14. mars 2008, kl. 12:15
1. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2008
 
Mættir: Ingibjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir, Freyja Gísladóttir, Finnur Oddsson og Kristjana Erlen Jóhannsdóttir. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
 
Ný stjórn skiptir með sér verkum
Formaður: Ingibjörg Jónsdóttir
Varaformaður: Ingibjörg Birgisdóttir
Gjaldkeri: Kristjana Erlen Jóhannsdóttir
Ritari: Arnþrúður Karlsdóttir
Meðstjórnendur: Finnur Oddsson, Freyja Gísladóttir og Helgi Jóhannesson
 
Nýtt fólk í stjórn, þau Finnur og Freyja, boðin velkomin til starfa.
 
Stungið upp á Freyju í ritstjórn heimasíðunnar ásamt Ingibjörgu B og Arnþrúði og það samþykkt.
 
Ákveðið að hafa stjórnarfundi áfram síðasta fimmtudagskvöld í mánuði.
 
Sendinefnd frá Kína
Sendinefnd frá CCAA vill koma í heimsókn til að hitta fjölskyldur og heimsækja skrifstofu. Þeir verða að sjálfsögðu boðnir velkomnir hingað.
 
Næsti fundur ákveðinn 27. mars. Fleira ekki rætt og fundi slitið.
 
Kristjana Erlen Jóhannsdóttir
fundarritari

Svæði