Fréttir

Stjórnarfundur 15.03.2016

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 15. mars 2016, kl. 20:00 

Árið 2016, þriðjudaginn 15. mars kl. 20:00 kom stjórn Íslenskrar ættleiðingar saman á fundi í Skipholti 50b. Fundinn sátu Ágúst Hlynur Guðmundsson Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Dagný Rut Haraldsdóttir, Sigrún María Kristinsdóttir, og Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.

Þetta var tekið fyrir:
1. Fundargerð aðalfundar.
Fundargerð stjórnar frá aðalfundi dags. 10. mars sl., samþykkt.

2. Verkaskipting stjórnar.
Stjórn skiptir svo með sér verkum: Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir, formaður, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, varaformaður, Ágúst Hlynur, meðstjórnandi, Dagný Rut Haraldsdóttir, meðstjórnandi og Sigrún María Kristinsdóttir, meðstjórnandi.

Aðalfulltrúi í stjórn Nordic Adoption Council (NAC) og EurAdopt er Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir og varamaður í stjórn sömu félaga er Elísabet Hrund Salvarsdóttir.

3. EurAdopt og NAC fundir.  31. maí til 5. júní í Utrect í Hollandi.
Stjórn ásamt starfsliði skrifstofu mun fara á ráðstefnu EurAdopt sem haldin verður í Utrect í Hollandi 1. – 2. júní og sækja fundi á vegum NAC og EurAdopt, sem haldnir verða dagana í kringum ráðstefnuna.

4. Fjárhagsáætlun.  
Formaður og varaformaður munu funda með framkvæmdastjóra á næstunni til að ljúka fjárhagsáætlun. 

5. Önnur mál.
Tógó.
Rætt um málefni Tógó. Stjórn mun taka mál aftur fyrir á dagskrá þegar svör hafa borist frá IRR vegna gangs mála þar í landi.
Húsnæðismál.
Stjórn tók ákvörðun um að skoða húsnæði til leigu. 
Læknisþjónusta.
Stjórn stefnir að því að eiga fund og ná samtali með fulltrúum af skrifstofu heilbrigðisþjónustu velferðarráðuneytisins í maí.   
Starfsáætlun.
Stjórn ræddi drög að starfsáætlun.
Aukaaðalfundur.
Stjórn mun stefna að því síðar á árinu að halda aukaaðalfund. 
Kvöldverður stjórnar.
Ný stjórn, ásamt starfsliði skrifstofu mun bjóða fráfarandi formanni og varaformanni til kvöldverðar þann 1. apríl nk.
RÚV.
Stjórn mun vekja athygli Eggerts Gunnarssonar sem hefur unnið að gerð ýmissa heimildarmynda, á ráðstefnu EurAdopt í Hollandi.
Markþjálfar.
Stjórn stefnir að því að hitta markþjálfa eftir páska til að fylgja eftir bókun af stjórnarfundi dags. 15. desember 2015. 
Viðveru, fundar- og viðburðardagatal.
Sett verður upp viðveru-, fundar- og viðburðardagatal fyrir starfsmenn skrifstofu, stjórn, fundi og aðra viðburði á vegum félagsins. 

Ekki fleira gert. Fundi slitið kl. 21:42.


Svæði