Fréttir

Stjórnarfundur 15.11.2010

Stjórnarfundur 15. nóvember 2010

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar mánudaginn 15. nóvember 2010, kl. 20.00

13. fundur stjórnar

Mættir:

Ágúst Hlynur Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Elín Henriksen
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
Karen Rúnarsdóttir
Karl Steinar Valsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.

Mál á dagskrá:
1. Skýrslur framkvæmdastjóra
2. Fjármál
3. Önnur mál

1. Skýrslur framkvæmdastjóra
Lagðar fram.

2. Fjármál
Rætt um kostnað vegna eftirfylgniskýrslna og þýðingarkostnað.

Rætt um fjármál félagsins, launakostnað og leigu. Talið að það kosti um 15 milljónir á ári að koma að rekstri félagsins.

Stefnt á að koma gjaldskrármálum í betri farveg og fá skýrari mynd á kostnað vegna ættleiðinga þar sem löndin gera mismunandi kröfur til verðandi foreldra um kostnað vegna ættleiðingar í hverju landi fyrir sig. Elín og Karl Steinar taka að sér að ljúka þeirri vinnu með gjaldskrármálin sem var vel á veg komin og fær skrifstofu til að uppfæra þau gögn sem nú þegar eru til staðar.

3. Önnur mál
a. Umræða um ættleidd börn með skilgreindar sérþarfir
b. Rætt um framvindu ættleiðinga frá Suður-Afríku. Falið starfsmanni skrifstofu sem forgangsmál að óska eftir því við ráðuneytið að send verði ítrekun til Suður-Afríku sem verði að berast fyrir lok mánaðarins.

Fundi slitið kl. 22.00

Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari

 

 


Svæði