Fréttir

Stjórnarfundur 16.01.2019

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 16. janúar kl. 20:00  í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.  

Mætt: Lísa Björg Lárusdóttir, Sigrún Eva Grétarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir sem ritaði fundargerð. Lára Guðmundsdóttir og Sigurður Halldór Jesson tóku þátt með fjarfundabúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.

Dagskrá stjórnarfundar  

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
    Fundargerð samþykkt samhljóða.  
  2. Mánaðarskýrsla desember
    Mánaðarskýrsla lögð fram til kynningar. 
  3. Ársskýrsla 2018 
    Ársskýrsla fyrir árið 2018 er í vinnslu, framkvæmdastjóri gerir grein fyrir vinnuferli. Samkvæmt þjónustusamningi á að skila ársskýrslu til DMR fyrir 1. maí ár hvert. 
  4. Starfsáætlun 2019 
    Drög að starfsáætlun 2019 lögð fram og samþykkt af stjórn. Starfsáætlun verður send DMR samkvæmt þjónustusamningi. 
  5. Fundur með DMR, 15. janúar 2019 
    Framkvæmdastjóri fer yfir fund fulltrúa ÍÆ með fulltrúum DMR þar sem aðaláhersla var á undirbúningsvinnu við gerð áframhaldandi þjónustusamnings. Ósk ÍÆ er skýr um að samningurinn verður gerður til lengri tíma. Fulltrúar DMR ítrekuðu vilja ráðuneytisins til að leggja ÍÆ lið varðandi að efla tengsl við upprunalönd og vinna að löggildingu í fleiri löndum.  Einnig var rætt um stöðu ættleiðingarmála hjá Sýslumanni.  Framkvæmdastjóri tekur saman minnisblað um fundinn og sendir á stjórn. 
  6. Afgreiðsluhraði Sýslumannsembættisins 
    Á fundi með DMR 15. janúar 2019 var rætt um alltof hæga afgreiðslu umsókna hjá Sýslumannsembættinu, sem hefur afgerandi áhrif á biðtíma og ættleiðingarferli umsækjenda. 
  7. Löggildingar um milligöngu ættleiðinga - minnisblað 
    Lagt fram til kynningar. Endurnýja þarf löggildingu gagnvart þremur löndum á þessu ári, Kólumbíu, Tékkland og Kína. Löggilding þeirra rennur út 19. mars 2019. 
  8. Umsókn um löggildingu í Dominíkanska lýðveldinu - minnisblað 
    Lagt fram til kynningar og samþykkt að unnið verði áfram að löggildingu í Dóminkanska lýðveldinu.
  9. Heimsókn til Dóminíkanska lýðveldisins -  minnisblað 
    Lagt fram til kynningar. Tveir fulltrúar ÍÆ fara til Dóminkanska lýðveldisins í apríl 2019 þar sem skilað verður inn umsóknum um löggildingu. DMR hefur lýst yfir áhuga á að fara með.
  10. Heimsókn til Kólumbíu - minnisblað 
    Lagt fram til kynningar. Tveir fulltrúar ÍÆ fara til Kólumbíu í apríl 2019 þar sem skilað verður inn umsókn um löggildingu. DMR hefur lýst yfir áhuga á að fara með.
  11. Erindi á ráðstefnu í Tékklandi 
    Að ósk miðstjórnavalds Tékklands mun framkvæmdastjóri ÍÆ haldi erindi á ráðstefnu um ,,Topic of Adoption and Alternative Family Care“ 15. - 16. maí 2019, í Brno í Tékklandi. Framkvæmdastjóri og yfirsálfræðingur miðstjórnvaldsins munu halda sameiginlegt erindi um ,,Best Practise“. Fyrirlesturinn verður einnig fluttur á ráðstefnu NAC á Íslandi 19. – 21. september 2019. Miðstjórnvald Tékklands greiðir kostnað vegna ferðar til Brno. 
  12. Heimsókn fulltrúa miðstjórnvalds Danmerkur til Íslenskrar ættleiðingar
    Anita Berger, fulltrúi miðstjórnvalds Danmerkur mun heimsækja Íslenska ættleiðingu 26. – 27. janúar 2019 þar sem hún mun kynna fræðsluefni frá Danmörku fyrir starfsfólki og kennurum sem veita fræðslu á vegum ÍÆ.
  13. NAC, stjórnarfundur, 15. janúar 2019
    Farið yfir helstu áherslur sem fram komu á stjórnarfundi NAC. Eftirfarandi atriði tekin sérstaklega fyrir:  
    NAC-Adoption Joy Week NAC hvetur aðildarfélög til þátttöku í vitundarvakningu um ættleiðingar í hverju landi fyrir sig dagana 11. – 15. mars 2019. Stjórn Íslenskrar ættleiðingar samþykkir að taka þátt í NAC-Adoption Joy Week. Eftirfarandi aðilar skipa undirbúningshópinn: Magali, Lísa ásamt fulltrúa af skrifstofu ÍÆ. 
  14. NAC-ráðstefna á Íslandi, 2019 
    Drög að dagskrá á NAC-ráðstefnu á Íslandi lögð fram til kynningar.
  15. Útgáfuhópur
    Útgáfuhópur fundaði í annað sinn þriðjudaginn 15. janúar 2019. Eftirfarandi tillaga hópsins er borin undir stjórn: Útgáfuhópur leggur til við stjórn Íslenskrar ættleiðingar að útgáfusjóður verði nýttur til að styrkja útgáfu á efni í tengslum við ættleiðingar. Á vormisseri verði auglýstur styrkur að upphæð allt að kr. 500.000 til útgáfu á efni,hvort sem er í bókaformi, netútgáfu, appi, þýðingar eða frumsamið efni svo dæmi séu tekin. Styrkurinn geti skipst á fleiri en einn umsækjanda meti útgáfuhópur og stjórn ÍÆ svo. Mikill áhugi er á að styrkja útgáfu á efni fyrir unglinga, en styrkurinn verði þó ekki bundinn því. Útgáfuhópur mun fara yfir umsóknir og senda tillögur að úthlutun styrkja til stjórnar ÍÆ.
    Stjórn ÍÆ samþykkir tillögu útgáfuhóps með fyrirvara um undirritun þjónustusamnings við DMR árið 2019. 
  16. Chinese Spring Festival Gala, 25. janúar 2019
    Lagt fram til kynningar. 
  17. 70th Republic Day of India, 26. janúar 2019
    Lagt fram til kynningar. 

Ekki voru fleiri mál tekin fyrir, fundi slitið kl. 22:00. 

 


Svæði