Fréttir

Stjórnarfundur 17.08.2006

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 17. ágúst 2006, kl. 20:00
7. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2006

Mættir: Ingibjörg J. Ingibjörg B. Kristjana, Arnþrúður og Karl Steinar og Pálmi. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.

Fundarstaður: Húsnæði ÍÆ, Ármúla 36, Reykjavík

1. Starfsmannamál
Rætt um möguleika á að ráða félagsráðgjafa til félagsins, helst einhvern sem þekkir til ættleiðinga. Að öllum líkindum eykst þörf félagsins fyrir félagsráðgjafa þegar farið verður í að hafa milligöngu um ættleiðingar barna með sérþarfir.

2. Special Needs Children, börn með sérþarfir
Rætt um hvernig best er að kynna þetta prógram fyrir félagsmönnum. Félagið þarf að hafa góðan stuðning áður en farið er í þetta prógram. Læknir félagsins þarf að fara yfir upplýsingarnar um börnin til að hægt gera sér betur grein fyrir ástandi barnanna og sérþörfum þeirra. Funda þarf með dómsmálaráðuneytinu til að fara yfir þeirra þátt í þessu. Fundurinn með ráðuneytinu er fyrirhugaður á næstunni en ekki tímasettur. Formaður og framkvæmdastjóri fara á fundinn ásamt einum eða tveimur stjórnarmönnum til viðbótar. Hlera hjá öðrum félögum erlendis, sem eru komin inn í þetta prógram hvernig þetta ferli er hjá þeim.

3. Endurnýjun starfsleyfis ÍÆ
Starfsleyfi Íslenskrar ættleiðingar rennur út í október, vinna vegna endurnýjunar á því er svo til búin.

4. NAC fundur
Næsti NAC fundur verður í Kristiansand 8. til 10. september. Ingibjörg J. formaður ÍÆ fer á fundinn fyrir hönd félagsins ásamt Gerði sem er fulltrúi félagsins í NAC.

5. Starfsleyfi á Indlandi
Starfsleyfið á Indlandi er í endurnýjun á Indlandi.

6. Önnur mál

  • Búið að hafa samband við Lene Kamm en hún verður með í að velja nýja leiðbeinendur. Allt í allt eru þetta 5 umsóknir sem hafa borist. Lene mun einnig fara yfir fræðsluna með fræðslustjórunum en verður ekki með námskeið fyrir nýja leiðbeinendur eins og fyrst var áætlað.
  • Vegna meiri umsvifa skrifstofunnar reynist nauðsynlegt að endurskoða biðlistagjald og lokagreiðslu og hækka þessi gjöld til að standa undir kostnaði. Einnig þarf að hækka gjald vegna námskeiðis þar sem það stendur ekki undir sér. Þessari endurskoðun verður lokið fyrir 1. október 2006.
  • Viðtal við Ingibjörgu J. sem mun birtast í Morgunblaðinu vegna ættleiðinga samkynhneigðra lagt fyrir fundinn.

Næsti fundur ákveðinn 14. september. Fleira ekki rætt og fundi slitið.

Arnþrúður Karlsdóttir 
Fundarritari.


Svæði