Fréttir

Stjórnarfundur 19.01.1987

 

Fundinn sátu: Engilbert, Guðrún, Helgi, Jón Hilmar, María, Hilmar

Rætt var um undirbúning vegna fyrirhugaðs viðtals við forsætisráðherra 21.1.

Fyrir fundinn var samin almenn áskorun til forsætisráðherra um að hann beiti áhrifum sínum til að aflétta stöðvun dómsmálaráðuneytisins á ættleiðingum frá Sri Lanka. Samþykkt var að semja greinargerð um málið og samskipti félagsins við dómsmálaráðuneytið strax og tími gæfist til og leggja hana fram í frekari viðræðum við ráðamenn.

Gengið var frá bréfi til lögfræðingsins á Sri Lanka, D.A. ______(óljóst),. Honum hafði verið skrifað áður eftir að samband hafði náðst við hann gegnum konu á Stykkishólmi sem ættuð er frá Sri Lanka. Lögfræðingurinn hafði svarað fyrra bréfi félagsins jákvætt og óskað frekara sambands, lýst sig fúsan að taka að sér lagahliðina og talið möguleika á að útvega samband við barnaheimili. Hann upplýsti sérstaklega í bréfi sínu að lögfræðingar á Sri Lanka þyrftu ekkert sérstakt leyfi til að stunda ættleiðingar. 

Jón Hilmar Jónsson

Reykjavík 21.01.1987

Til forsætisráðherra

Stjórn félagsins Íslensk ættleiðing telur það skýlaus mannréttindi að allt sé gert af hálfu íslenskra stjórnvalda til að aðstoða hjón, sem ekki eiga því láni að fagna að geta átt börn sjálf, við ættleiðingu.
Þar sem börn hafa ekki verið fyrir hendi til ættleiðingaa á Íslandi hefur verið leitað til annarra landa í þessu skyni.
Árið 1984 tókst félaginu að ná góðu sambandi við Sri Lanka sem um nær tveggja ára skeið skipti sköpum í málefnum margra barnlausra hjóna á Íslandi. Fyrir tæpu ári stöðvaði Dómsmálaráðuneytið þessar ættleiðingar og hefur síðan beitt ýmsum rökum og aðferðum til að koma í veg fyrir að þær kæmust á aftur. Félagið telur meðferð Dómsmálaráðuneytisins á þessu máli óviðunnandi og fer þess á leit við forsætisráðherra að hann geri allt sem í hans valdi stendur til þess að þessar ættleiðingar geti haldið áfram.

Engilbert Valgarðsson
Guðrún Sveinsdóttir
Jón Hilmar Jónsson
María Rögnvaldsdóttir
Helgi Bjarnason
Hilmar Karlsson

 


Svæði