Fréttir

Stjórnarfundur 22.10.2013

Stjórnarfundur 22.10.2013

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 22.október 2013 kl. 20:00

 

Mættir:
Anna Katrín Eiríksdóttir
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Elísabet Hrund Salvarsdóttir
Hörður Svavarsson

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins og Ragnheiður Davíðsdóttir starfsmaður skrifstofu sátu einnig fundinn. Elísabet Hrund Salvarsdóttir boðin velkomin til starfa.

 

Dagskrá:
1. Mánaðarskýrsla Júní
2. Mánaðarskýrsla Júlí
3. Mánaðarskýrsla Ágúst
4. Mánaðarskýrsla September
5. Tilkynning frá Vigdísi Sveinsdóttur
6. Drög að þjónustusamningi við IRR
7. Drög að leigusamningi við Reykjarvíkurborg
8. Drög að starfsáætlun lögð fram
9. Fjárhagsáætlun
10. Önnur mál

1. Mánaðarskýrsla Júní
Lagt fram og samþykkt


2. Mánaðarskýrsla Júlí

Lagt fram og samþykkt


3. Mánaðarskýrsla Ágúst
Lagt fram og samþykkt


4. Mánaðarskýrsla September
Lagt fram og samþykkt


5. Tilkynning frá Vigdísi Sveinsdóttur
Lagt fyrir bréf frá Vigdísi Sveinsdóttur þar sem hún segir sig úr stjórn Íslenskrar ættleiðingar vegna persónulegra ástæðna. Vigdís hefur setið í stjórn félagsins síðan 2009 og innt af hendi gríðarlega vinnu í sjálfboðastarfi og stjórn félagsins á henni mikið að þakka. Framkvæmdarstjóra falið að koma þessu þakklæti á framfæri ásamt viðeigandi þakklætingarvotti.


6. Drög að þjónustusamningi við IRR
Upphæð var samþykkt af fjárlögum sem var 60% af því sem félagið þarf til að sinna verkefnum sínum samkvæmt lögum og reglugerðum. Viðræður hafa staðið við ráðuneytið síðasta ár hvað á að sinna af þessum verkefnum sem félaginu ber að sinna. Nú liggja fyrir drög að þjónustusamning við IRR. Drög að samningi lögð fram og umræður.


7. Drög að leigusamningi við Reykjarvíkurborg
Viðræður hafa staðið við Reykjavíkurborg í um eitt og hálft ár varðandi leigusamning. Borgarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við Íslenska ættleiðingu. Fyrir liggja drög að leigusamningi við Reykjarvíkurborg. Fundur með arkítektum er áætlaður fimmtudaginn 23.október.


8. Drög að starfsáætlun lögð fram
Lagt fram og rætt.


9. Fjárhagsáætlun

Frestað.


10. Önnur mál


1) Framkvæmdarstjóri fjallaði um vörslu og öryggi gagna.
2) Framkvæmdarstjóri lagði til að þegar starfsmenn eru á vegum ÍÆ erlendis yfir helgi að þeir fái frídag eða yfirvinnu á móti. Samþykkt.
3) Framkvæmdarstjóri lagði til að félagið myndi setja sér stefnu varðandi dagpeninga, hvort skipta eigi dagpeningum í almenna dagpeninga og dagpeninga vegna þjálfunar, náms og eftirlitsstarfa. Lagt til að notað væri við almenna dagpeninga í öllum ferðum félagsins. Samþykkt.
4) Framkvæmdarstjóri segir frá tilboði vegna hönnunar á útliti, bréfsefni, prentefni ofl. Frestað
5) Lagðar fram reglur um greiðslufyrirkomulag til stjórnarmanna í ÍÆ vegna fundarsetu og annarra starfa. Reglurnar voru samþykktar í þessu formi 12.mars 2013. Ítrekað að greiðslur verði borgaðar út sem laun.
6) Vinna að tillögum að nýrri gjaldskrá rædd.
7) Vinna að tillögum um viðmið vegna 21.gr reglugerðar nr.453/2009 – um varasjóð félagsins. Framkvæmdarstjóra falið að koma með tillögu að útfærslu vegna varasjóðs.
8) Framkvæmdarstjóri og formaður stjórnar ÍÆ fjölluðu um ráðningu ráðgjafa. Lagt til að auglýsa eftir sálfræðingi. Samþykkt. 

Fundinn ritaði Ragnheiður
Fundi slitið kl:21:45


Svæði