Fréttir

Stjórnarfundur ÍÆ 29.09.2005

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar 29.09.2005.

Mætt: Ingibjörg, Gerður, Ingvar, Arnþrúður, Guðmundur og Lísa. Guðrún starfsmaður sat fundinn.

Eftirfarandi mál voru á dagskrá:

1. Þjóðahátíð.

Arnþrúður gerði grein fyrir fyrirhugaðri fjölskylduhátíð sem haldin verður 23. október n.k. frá kl. 13:00-17:00. Áætlaður kostnaður er kr. 300.000.

2. NAC fundur 

Gerður gerði grein fyrir NAC fundi.

3. Fræðsla.

Ingibjörg gerði grein fyrir fræðslunámskeiðinu.

4. Greiðslur fyrir þýðingar.

Ingibjörg gerði grein fyrir tillögu um að greitt verði fyrir þýðingar. Samþykkt að bjóða greiðslu kr. 30.000-35.000 fyrir stærri þýðingarverkefni.

5. Fjáröflun og skyld verkefni.

Rætt almennt um fyrirkomulag innkomu af fjáröflun. Guðmundur lagði til tvískipt kerfi, annars vegar almennt og hins vegar getur fólk ákveðið hvað það styrkir.

Ákveðið að stofna sérstakt félag um hvern sjóð. Samþykkt að stjórn sendi Láru og Badda í Kína þakkarbréf.

6. Rætt um ættleiðingarstyrki.

Rætt um að óska eftir fundi með þingflokkum.

7. Rætt um fjárveitingu frá dómsmálaráðuneyti. Rætt um hvort gera þurfi meira.

8. Önnur mál.

 Fleira ekki tekið fyrir.

 Fundi slitið kl. 22:45.

 

 

Lísa Yoder


Svæði