Fréttir

Stjórnendur CCAA á Íslandi

Ágætu félagsmenn.

Það er ákveðinn léttir hjá stjórn og starfsmönnum IÆ eftir að heimsókn yfirmanna frá kínversku ættleiðingarmiðstöðinni (CCAA) lauk á laugardagsmorgun en hún tókst í alla staði mjög vel.

Mr. Lu sem fer fyrir ættleiðingarmálum í Kína heillaðist af krökkunum og það er ljóst að mikil þátttaka og sú gleði sem skein frá hópnum í Fram heimilinu  hafði sterk áhrif á hann. Þá heillaðist hann virkilega af Matthildi og fjölskyldu í Blómvangi og talaði um fallegt og skipulagt heimili.   Félagar ÍÆ  eigi miklar þakkir skyldar fyrir hversu undirtektir voru góðar að koma og taka þátt í þessu með undirbúningi, veisluföngum og frágangi en af 88 fjölskyldum sem þegar hafa ættleitt barn frá Kína komu 59 fjölskyldur til fundar við sendinefndina.  Mr.Lu nefndi strax á leið frá flugvellinum að hann hefði áhuga á hitta Áslaugu Rún sem kom í fyrsta hópinum til Íslands en við vissum ekki þá að hún er andlit ættleiðingarmiðstöðvarinnar á mörgum bæklingum og gögnum frá þeim. Litla daman var með mömmu sinni á Kanaríeyjum í fríi og til að halda upp á afmælið sitt en kom til Íslands áður en sendinefndin fór héðan og urðu fagnaðarfundir þegar Mr. Lu fékk að hitta hana í smá stund.  Helga, takk fyrir hvað þú breyttir miklu í ykkar dagskrá til að koma til móts við óskir Mr. Lu
Tilefni heimsóknarinnar var aðallega að ræða við íslensk stjórnvöld vegna ákveðinna breytinga sem tengjast Haag samningi um ættleiðingar barna milli landa sem tók gildi í Kína um síðustu áramót en allar ættleiðingar milli landanna verða í framtíðinni samkvæmt ákvæðum þessa samnings. Fundurinn með starfsfólki dómsmálarráðuneytis tókst vel og þar kom fram mikið traust til  IÆ frá ráðuneytinu. Ekki er talið að breyting vegna Haag muni tefja heildarferlið mikið en einhverra breytinga á ferlinu er að vænta.  Stjórn IÆ átti síðan mjög góðan fund með sendinefndinni á hótel Glymi á föstudagskvöldið. Sendinefndin var mjög ánægð með ferli mála hér á landi og sagði beint út að Íslensk ættleiðing standi sig sérstakleg vel, pappírar væru í góðu lagi og samskiptin góð. Sendinefndinni fannst mikið til koma um þá verkferla sem eru hér á landi með undirbúningsfundum fyrir ferðina og lýstu því yfir.
Auðvitað var reynt að sýna þeim landið aðeins og voru þau mjög heilluð af Þingvöllum og Bláa Lóninu og síðan keyptu þau upp öll heindýraskinn í Eden.
Það var síðan táknrænt að það eina sem hafði skyggt á heimsóknina, sem var að ferðataska Mr.Lu  var send aukaferð um heiminn án viðkomu hér á landi, lagaðist því taskan komst til skila þegar við vorum í innritun fyrir brottför hópsins.  Mikill fögnuður var hjá hópnum þegar taskan kom í leitirnar og mikið hlegið að öllu saman
Við munum gera nánari grein fyrir þessari heimsókn fljótlega. 

 

 


Svæði