Fréttir

Um beiðni um ættleiðingarsamband við Rússland

Fyrir um tuttugu mánuðum hóf Í.Æ. að undirbúa umsókn um ættleiðingarsamband milli Íslands og Rússlands.

Mikil skjalavinnsla hefur fylgt umsóknarferlinu hér heima en skömmu fyrir páska var umsóknin send til Moskvu í íslenska sendiráðið sem hafði milligöngu um að afhenda hana formlega í Mennta- og vísindaráðuneyti Rússlands, en það ráðuneyti hefur yfirumsjón með ættleiðingamálaflokknum í landinu.

Ásamt því að afhenda umsóknina funduðu fulltrúar íslenska sendiráðsins með embættismönnum Mennta- og vísindaráðuneytisns og bíður stjórn ÍÆ nú eftir upplýsingum um næstu skref í þessu ferli.

 

Svæði