Erlendur ríkisborgari eða fyrrum erlendur ríkisborgari sem á fasta búsetu á Íslandi getur sótt um alþjóðlega fjölskylduættleiðingu á tilteknu barni sem er umsækjanda náskylt og er búsett í upprunalandi hans.
Íslensk ættleiðing hefur ekki milligöngu um slíkar ættleiðingar og er það í höndum sýslumannsembættis á höfuðborgarsvæðinu.
Frekari upplýsingar er að finna á vef sýslumannsembættisins
Hægt er að hafa samband við fjölskyldudeild hjá sýslumannsembættinu í síma 458-2000 eða senda þeim tölvupóst á netfangið fjolskylda@syslumenn.is