Með umsókn til Tékklands þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:
- Umsóknareyðublað
- Bréf frá umsækjanda
- Forsamþykki
- Fæðingarvottorð
- Staðfest ljósrit af vegabréfi
- Sakavottorð - Ef umsækjendur hafa búið erlendis í 3 mánuði eða meira eftir 15 ára aldur þarf að fá sakavottorð í því landi. (ekki eldra en 3 mánaða) Athugið að fá sakavottorð með undirskrift, rafrænt dugar ekki.
- Hjónavígsluvottorð
- Umsögn félagsráðgjafa - ekki eldri en ársgömul
- Sálfræðimat - ekki eldra en ársgamalt
- Spurningarlisti varðandi heilsu (ekki eldra en 6 mánaða)
Athugið að HIV og Hep C próf mega ekki vera eldri en 12 mánaða. - Atvinnuvottorð (ekki eldra en 6 mánaða)
- Yfirlýsing um skuldbindingu vegna eftirfylgniskýrslna
- Tekju-og eignavottorð
- Spurningalisti frá UMPOD
- Ljósmyndir - ekki fleiri en 20, á rafrænu formi, t.d á usb lykli.
- Myndband - þetta er val en mælum með að senda með umsókninni. Nokkurs konar kynning á umsækjendum.
- Staðfesting á að umsækjendur hafi sótt undirbúningsnámskeið fyrir ættleiðingu
Ef breytingar verða í lífi umsækjanda er nauðsynlegt að láta vita innan 15 daga frá þeim breytingum.
* Óski umsækjendur eftir því að draga umsókn sína til baka í Tékklandi þarf að fylla út þetta eyðublað
Þegar umsækjendur hafa safnað öllum skjölum fer skrifstofa ÍÆ yfir þau. ÍÆ gefur sér 5 daga til að fara yfir umsóknina, býr til fylgiblað og staðfestir umsóknina með undirskrift.
Því næst fara umsækjendur með umsóknina og fylgiblaðið og láta notarius publicus stimpla hana hjá sýslumannsembættinu.
Mikilvægt er að báðir aðilar fari með umsóknina til sýslumannsembættisins þar sem verið er að staðfesta undirskrift beggja aðila.
Þegar því líkur er farið með umsóknina í utanríkisáðuneytið til þess að fá apostille staðfestingarstimplun á umsóknina. Að lokum er komið með umsóknina á skrifstofu ÍÆ.
Umsóknargjald ÍÆ er greitt, (sjá þjónustugjöld) og umsóknin send til þýðanda í Tékklandi sem þýðir umsóknina frá íslensku yfir á tékknesku. Ef umsækjendur óska sjálfir eftir að finna löggiltan þýðanda er það einnig hægt.
Öll gögn, líka frá vinnuveitendum og lækni, þurfa að vera skrifuð á bréfsefni, með undirritun og stimplun. Sakavottorð mega ekki vera eldri en 3 mánaða og önnur vottorð mega ekki vera eldri en 6 mánaða. Barnaverndarskýrsla má vera ársgömul og það á einnig við um sálfræðiskýrslur. Ef barnaverndarskýrslan er orðin meira en ársömul þarf að óska eftir viðbótarúttekt.
Erlend stjórnvöld geta óskað eftir ítarlegri upplýsingum eða nýjum vottorðum. Ef svo er þá setur ÍÆ sig í samband við umsækjendur og lætur vita.