Fréttir

Stjórnarfundur 15.09.2015

1. Fundargerð. 2. Mánaðarskýrslur. 3. Íhlutun í hlutverk löggilts ættleiðingarfélags. 4. Húsnæðismál. 5. Euradopt. 6. Sex mánaða uppgjör. 7. Greiðsla ættleiðingastyrkja og bætt vinnufyrirkomulag hjá Vinnumálastofnun. 8. ICAR ráðstefna fræðimanna um rannsóknir á ættleiðingum. 9. Félagsstarf. 10. Ný lönd. 11. Fræðsludagskrá.
Lesa meira

„Mamma, ég vildi að mamma mín og pabbi á Indlandi gætu komið í afmælið mitt“ : hversu mikilvæg er þekking ættleiddra barna á upprunamenningu sinni. Höfundur Lena Gunnlaugsdóttir

„Mamma, ég vildi að mamma mín og pabbi á Indlandi gætu komið í afmælið mitt“ : hversu mikilvæg er þekking ættleiddra barna á upprunamenningu sinni. Höfundur Lena Gunnlaugsdóttir
Nú á dögum heyra ættleiðingar innanlands á Íslandi nánast sögunni til og eru ættleiðingar á milli landa sífellt algengari. Því fylgir mikill munur upprunamenningar ættleiddra barna og foreldra þeirra en þekking á henni getur skipt sköpum þegar kemur að sjálfsmynd barna. Í ritgerð minni leita ég svara við því hversu mikilvæg þekking ættleiddra barna er á upprunamenningu sinni. Í henni er fjallað um sögulega sýn og hugmyndafræði ættleiðinga almennt á Vesturlöndum sem og á Íslandi og tengslamyndun ættleiddra barna við foreldra og aðra sem þeim tengjast. Aðalkaflinn er um sjálfsmynd ættleiddra barna, hlutverk foreldra og leikskóla í að fræða ættleidd börn um uppruna sinn, mismunandi viðhorf foreldra til fræðslunnar og loks hvert fólk getur leitað sér upplýsinga um málefnið. Rannsóknir hafa sýnt fram á að opin umræða heima fyrir sem og annars staðar efli sjálfstraust ættleiddra barna sem gerir þeim kleift að takast betur á við þá fordóma og misrétti sem þau kunna að mæta.
Lesa meira

Fréttablaðið - Mikilvægast er að sameina fjölskyldur

Fréttablaðið - Mikilvægast er að sameina fjölskyldur
„Mikilvægast er að sameina fjölskyldur. Ég skil vel að fólk hugsi til þess möguleika að ættleiða börn frá Sýrlandi en það er ekki endilega besti kosturinn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á setningu Alþingis að það þyrfti að meta hvort hægt væri að einfalda ættleiðingar barna frá Sýrlandi þar sem þúsundir sýrlenskra barna eru munaðarlaus og búa við erfiðar aðstæður. Einnig hafa margir lýst yfir vilja til að ættleiða sýrlensk börn í umræðunni síðustu vikurnar.
Lesa meira

Svæði