Íslensk ættleiðing

Fréttir

Aðalfundur 2021

Aðalfundur 2021
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík, þriðjudaginn 23. mars 2021, kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Breytingar á samþykktum félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Um stjórnarkjör: Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta. Um breytingar á samþykktum félagsins: Skv. 7 gr. samþykktum félagsins skulu tillögur að breytingu á þeim berast skriflega eigi síðar en 31. janúar ár hvert. Engin breytingatillaga barst. 7. grein Aðalfundur Aðalfundur skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Til aukaaðalfundar skal boða með sama fyrirkomulagi og til aðalfundar samkvæmt 7. mgr. Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál: Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar. Gjaldskrá félagsins. Kjör stjórnar. Ákvörðun árgjalds. Breytingar á samþykktum félagsins. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Breytingar á stjórn félagsins skal tilkynna dómsmálaráðuneytinu áður en 14 dagar eru liðnir. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði. Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu endurskoðenda eða 2/3 félagsmanna. Skulu þeir boðaðir bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal koma fram tilefni fundarins. Úr samþykktum Íslenskrar ættleiðingar Vakin er athygli á að framboðsfrestur til stjórnarkjörs er samkvæmt samþykktum félagsins til klukkan 20:00 þann 9.mars 2021 og skal senda framboð til félagsins á netfangið isadopt@isadopt.is
Lesa meira

Byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn 8-12 ára

Byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn 8-12 ára
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós mun bjóða upp á byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Um er að ræða 8 skipta námskeið einu sinni í viku á laugardögum kl. 10:30 – 11:45 sem hefst 13. mars og stendur til og með 15. maí. Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. Kennari námskeiðsins er Snæfríður Grímsdóttir, BA í kínverskum fræðum frá HÍ. Á námskeiðinu verður farið í grunnstef í kínversku talmáli og rittáknum. Áhersla verður á að hafa tímana skemmtilega og áhugaverða og mikið lagt upp úr leikjum og söng. Nánari upplýsingar á www.konfusius.is
Lesa meira

Visir.is - Stöðva ætt­leiðingar frá er­lendum ríkjum

Ráðherrann Dekker segir yfirvöld bera ríka ábyrgð
Yfirvöld í Hollandi hafa ákveðið að banna ættleiðingar frá erlendum ríkjum og tekur bannið gildi tafarlaust. Ákveðið var að grípa til þessa úrræðis eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós of mörg tilvik ofbeldis og misnotkunar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins einblíndi rannsóknin á ættleiðingar barna frá Bangladesh, Brasilíu, Kólumbíu, Indónesíu og Sri Landa á árunum 1967 til 1998, en að sögn Tjibbe Joustra, sem fór fyrir störfum nefndarinnar, er ljóst að margt hafi farið úrskeiðis bæði árin fyrir og eftir þann tíma. Þau tilvik sem rannsóknin leiddi í ljós beindist einna helst að mæðrum barnanna sem ættleidd voru, en dæmi voru um að þeim hafi verið hótað eða mútað til þess að gefa börn sín til ættleiðingar. Þá kom einnig í ljós að yfirvöld hafi verið meðvituð um það sem átti sér stað og í sumum tilfellum tekið þátt í því sem fram fór. Widya Astuti Boerma, 45 ára gömul kona sem ættleidd var af hollenskum foreldrum, leitar nú líffræðilegra foreldra sinna í Indónesíu. Hún segist fagna ákvörðuninni þar sem núverandi kerfi ýti undir það að börn séu fórnarlömb mansals.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár!

Sarah Naish fyrirlestur og ráðstefna

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2020 - Aflýst

Morgunblaðið - Frumættleiðingum fjölgaði, flest börn ættleidd frá Tékklandi

mbl.is - 49 börn ætt­leidd í fyrra

Visir.is - Stærsta ár í ættleiðingum síðan 2013

Frettabladid.is - Ættleiðingum fjölgar á milli ára

Svæði