Eftir heimkomu eru gerðar eftirfylgniskýrslur að kröfu tékkneskra yfirvalda. Félagsráðgjafi og læknir gera níu skýrslur/vottorð sem Íslensk ættleiðing sendir tékkneskum yfirvöldum eftir að barnið kemur til nýrra foreldra. Myndir þurfa að fylgja öllum skýrslum og læknisvottorð. Umsögn leikskóla þarf að fylgja 6 mánuðum eftir að barnið byrjar í leikskóla og 12 mánuðum eftir að barnið byrjar í leikskóla. Skýrslurnar eru sendar:
1. Einum mánuði eftir að barnið kemur heim
2. Þremur mánuðum eftir að barnið kemur heim
3. Sex mánuðum eftir að barnið kemur heim
4. Tólf mánuðum eftir að barnið kemur heim
5. Þegar barnið er 3 ára
6. Þegar barnið er 7 ára
7. Þegar barnið er 12 ára
8. Þegar barnið er 15 ára
9. Þegar barnið er 18 ára
Áætlaður kostnaður við hverja skýrslu er 50.000 krónur.