Íslensk ættleiðing

Fréttir

Aðalfundur 2019

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík, miðvikudaginn 13. mars 2019, kl. 20:30. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál. Um stjórnarkjör: Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta.
Lesa meira

Kínverskunámskeið fyrir börn 8-12 ára

Kínverskunámskeið fyrir börn 8-12 ára
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós mun bjóða upp á byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Um er að ræða 10 skipta námskeið einu sinni í viku á laugardögum kl. 10:00 – 11:15 sem hefst 2. febrúar og stendur til og með 6. apríl. Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. Kennari námskeiðsins er Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir, BA í kínverskum fræðum frá HÍ. Á námskeiðinu verður farið í grunnstef í kínversku talmáli og rittáknum. Áhersla verður á að hafa tímana skemmtilega og áhugaverða og mikið lagt upp úr leikjum og söng.
Lesa meira

Tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli.

Tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli.
Fræðsla um tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli. Björn Hjálmarson sér um fyrirlesturinn en hann er barna- og unglingageðlæknir á BUGL og hefur starfað þar síðan 2013. Áður en hann hóf störf á BUGL starfaði hann á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fræðslan hefst klukkan 18.00 þriðjudaginn 12.febrúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. Fræðslan er öllum opin, frítt er fyrir félagsmenn en kostar 2900 kr fyrir aðra.
Lesa meira

Fjölskyldustund 3.febrúar

austurfrett.is - Með börnunum hófst nýr og skemmilegur kafli

Gleðilega hátíð

mbl.is - Svona not­um við ekki orðið „ætt­leiðing“

Lokað í dag

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 9.desember

visir.is - „Mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig“

Velkomin heim!

2018
Lítill drengur kom heim með fjölskyldu sinni til Íslands 16.september frá Tékklandi. Til hamingju og velkomin heim!


Meira

Svæði