Gjaldskrá

1.  “Er ættleiðing fyrir mig?”  
Kostnaður fyrir hjón 75.000 kr.
Kostnaður fyrir einhleypa 37.500 kr.
Samkvæmt lögum um ættleiðingar frá 31.desember 1999 er umsækjendum um forsamþykki skylt að leggja fram staðfestinu á að þeir hafi sótt um námskeið um ættleiðingar erlendra barna.sækja undirbúningsnámskeið fyrir útgáfu forsamþykkis. Heimilt er þó að gefa út forsamþykki áður en umsækjendur hafa sótt námskeið samkvæmt 1. mgr. hafi slíkt námskeið ekki verið haldið frá því að umsókn um forsamþykki barst sýslumanni og öll önnur skilyrði fyrir útgáfu þess eru uppfyllt. Sé slíkt forsamþykki gefið út skulu umsækjendur staðfesta skriflega að þeir muni sækja fyrsta mögulega námskeið

2. Forsamþykki - staðfestingargjald
Staðfestingargjald kr. 152.561
Sundurliðun: 
Staðfestingargjald kr. 89.043
Viðbragðssjóður kr. 19.589
Viðhald ættleiðingarsambanda kr. 43.928

Staðfestingargjald skal greitt við skráningu hjá félaginu og áður en aðstoð við undirbúning forsamþykkis fer fram. Gjaldið fer til greiðslu kostnaðar vegna vinnu félagsins innanlands vegna umsóknar um forsamþykki. Kostnaðurinn er tilkominn m.a. vegna rekstrar skrifstofu, upplýsingaefnis, viðtala, samskipta við yfirvöld innanlands og í upprunalandinu, póstkostnaðar og annars tilfallandi kostnaðar sem hlýst af vinnu við umsókn um forsamþykki.

Ráðgjöf hjá lækni vegna lista yfir skilgreindar þarfir 15.873 kr.
Hægt er að óska eftir viðtali hjá lækni til að yfirfara listann. Viðtalið fer fram hér á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar. Listinn fylgir svo umsókn um forsamþykki til sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að panta tíma hér 

3. Umsóknargjald
Umsóknargjald kr. 184.023
Umsóknargjald skal greitt þegar umsókn er send út. Gjaldið fer til greiðslu kostnaðar vegna vinnu félagsins við umsóknina til upprunalandsins. Kostnaðurinn er tilkominn m.a. vegna reksturs skrifstofu, samskipta við yfirvöld í upprunalandinu, póstkostnaðar, þýðingarvinnu fyrir félagið (ekki vegna einstakra umsókna) og annars tilfallandi kostnaðar sem hlýst af vinnu við sendingu umsóknar til upprunalandsins.

4. Ættleiðingargjald
Ættleiðingargjald kr. 55.650
Ættleiðingargjald skal greiða áður en umsækjendur fara til upprunalands barnsins. Gjaldið fer til greiðslu kostnaðar vegna reksturs skrifstofu, vinnu félagsins við samskipti við upprunalöndin og heimsóknir til að viðhalda góðu sambandi við samstarfslönd félagsins. Einnig aðstoð við umsækjendur vegna skipulagningar ferðarinnar, póstkostnaðar, þýðingarkostnaðar fyrir félagið (ekki vegna einstakra umsókna) og annars tilfallandi kostnaðar á meðan á ferðinni stendur, sem og eftir að umsækjendur koma heim með barnið.

Að auki...

  • Umsækjendur greiða fyrir þau vottorð sem safna þarf með umsókn um forsamþykki.
  • Allur ferðakostnaður, sem og uppihald í upprunalandi er greiddur af umsækjendum sjálfum. Þá greiða umsækjendur sjálfir fyrir þýðingarkostnað á gögnum vegna umsóknar sinnar og fyrir aðstoð tengiliðar í upprunalandinu. Þessi kostnaður getur verið mismunandi hár milli landa þar sem t.d. er mismunandi hversu lengi umsækjendur þurfa að dvelja í upprunalandinu og hversu margar ferðir þarf að fara þangað. 
  • Umsækjendur greiða jafnframt sjálfir fyrir gerð eftirfylgniskýrslna og þýðingu þeirra, Íslensk ættleiðing sér um að fá þær stimplaðar og sendir út.

Önnur gjöld til ÍÆ


Kostnaður við að skipta um land 58.312 kr.

Gjald sem fellur til ef umsækjendur ákveða að skipta um land. Gjaldið fer í að greiða þann kostnað sem til verður vegna þess að hefja þarf nýtt umsóknarferli fyrir nýtt land. Þessi kostnaður á eingöngu við þá sem hafa nú þegar sent gögnin sín til erlends ríkis.

Listi vegna barna með skilgreindar þarfir 34.987 kr.
Gjald sem greiða þarf við skráningu á lista yfir börn með skilgreindar þarfir. Það gjald fer í að dekka vöktun á listanum.


Gjöld sem ekki renna til ÍÆ Hér er um að ræða önnur gjöld sem umsækjandi þarf að greiða ýmist beint til Íslenskrar ættleiðingar sem sér um að greiða viðkomandi gjöld beint áfram til samstarfsaðila eða gjöld sem umsækjendur leggja út fyrir sjálfir án aðkomu ÍÆ.

Þýðingakostnaður 50.000 – 150.000 kr.
Kostnaður við að þýða öll gögn vegna umsóknar er ólíkur eftir löndum og getur hlaupið á bilinu 50.000 kr. – 150.000 kr. þar munar helst um ólíkar kröfur landanna um nauðsynleg gögn sem fylgja þurfa umsókn.

Eftirfylgniskýrslur 50.000 kr pr. skýrsla.
Gerð er krafa um það í flestum samstarfslöndum ÍÆ að skilað sé eftirfylgniskýrslum í ákveðinn tíma eftir að heim er komið með barnið. Fjöldi skýrsla er mismunandi eftir löndum. Greiða þarf sérstaklega fyrir gerð skýrslanna sem og þýðingu þeirra.
ÍÆ mun sjá um að láta stimpla skýrslurnar og senda til upprunaríkis.
Áætla má að kostnaður við hverja skýrslur sé um 50.000 kr. Þar er þá um að ræða vinnu við gerð skýrslunnar og þýðing.

Vottorð og önnur gögn
Hjúskaparvottorð 2.550 kr.
Sambúðarvottorð 2.550 kr.
Fæðingarvottorð 2.550 kr
Sakavottorð 2.000 kr
Notarius Publicus 2.000 kr.
Apostille 2.500 kr
Læknisvottorð 4.000 kr
Staðfest skattskýrsla 4.000 kr.
Bólusetningar 10-30.000 kr

Smáa letrið

  • Gjaldskráin tekur breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs og er uppreiknuð í takt við hana 1. janúar ár hvert.
  • Verðskráin tekur mið af því að kostnaður í upprunaríki breytist ekki. Til að geta brugðist við gjaldskrárbreytingum í upprunaríki áskilur Íslensk ættleiðing sér rétt til að breyta gjaldskránni ársfjórðungslega, eða þann 1/1, 1/4, 1/8 og 1/11.
  • Miðast við viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands 20.1.2017
  • Öll gjöld eru óafturkræf.

Búlgaría

Kostnaður í Búlgaríu
4 greiðslur greiddar á mismunandi tíma í ferlinu:

1.greiðsla - 2000 BG leva (um 126.000 IKR)
2.greiðsla - 3000 BG leva (um 189.000 IKR)
3.greiðsla - 5200 BG leva (um 328.000 IKR)
4.greiðsla - 2274 BG leva (um 144.000 IKR)

Nánari útlistun er að finna hér

Annar kostnaður sem umsækjendur greiða (áætlaður)     
Skjalaþýðing áætl. 100.000   
Vottorð hvers konar áætl. 20.000    
Eftirfylgniskýrslur, 14 áætl. 700.000   
Ferðalag áætl. 700.000   
Uppihald áætl. 300.000 

Áætlaður heildarkostnaður kr. 2.607.000.-

Kína 
Kostnaður í Kína     
Greiðsla fyrir stimplun umsóknar í kínverska sendiráðinu 2.500 - 100.000 IKR
Greiðsla til Kína vegna umsóknar, skráningargjald 980 USD og þýðingargjald 350 USD, samtals 1330 USD  (um 147.000 IKR)

Notarization/stimplar í Kína 3.500 CNY (um 55.000 IKR)

Annar kostnaður sem umsækjendur greiða (áætlaður)    
Skjalaþýðing áætl. 100.000  
Vottorð hvers konar áætl. 20.000  
Eftirfylgniskýrslur, 6 áætl. 300.000  
Ferðalag áætl. 500.000  
Uppihald áætl. 1.000.000

Áætlaður heildarkostnaður kr. 2.222.000-

Kólumbía
Kostnaður í Kólumbíu     
Lögfræðikostnaður 1.850 EUR (um 228.000 IKR) 
Staðfestingargjald 500 EUR (um 62.000 IKR) 
Þýðingakostnaður í Kólumbíu 400 USD (um 44.000 IKR)

Annar kostnaður sem umsækjendur greiða (áætlaður)    
Skjalaþýðing áætl. 100.000  
Vottorð hvers konar áætl. 20.000 
Sálfræðimat áætl. 100.000  
Eftirfylgniskýrslur, 4 áætl. 200.000  
Vegabréfsáritun 1.575 SEK pr.einstaklingur (um 19.000 IKR)
Ferðalag áætl. 700.000  
Uppihald áætl. 1.500.000

Áætlaður heildarkostnaður kr. 2.973.000.-

Tékkland
Ekkert skráningargjald er í Tékklandi 

Annar kostnaður sem umsækjendur greiða (áætlaður)    
Skjalaþýðing áætl. 250.000  
Vottorð hvers konar áætl. 20.000
Sálfræðimat (2) áætl. 200.000  
Eftirfylgniskýrslur, 9 áætl. 450.000  
Ferðalag áætl. 300.000  
Uppihald áætl. 900.000

Áætlaður heildarkostnaður kr. 2.120.000.-

Tógó
Kostnaður í Tógó
Skráningarkostnaður 540.000 CFA (um 113.500 IKR) 
Dómsgjald 40.000 CFA og bankakostnaður (um 10.000 IKR) 

Annar kostnaður sem umsækjendur greiða (áætlaður)    
Skjalaþýðing áætl. 300.000  
Vottorð hvers konar áætl. 20.000
Sálfræðimat áætl. 100.000  
Eftirfylgniskýrslur, 7 áætl. 350.000  
Ferðalag áætl. 1.000.000  
Uppihald áætl. 700.000
Greiðsla til barnaheimilis í Tógó áætl. 130.000 (600.000 CFA)


Áætlaður heildarkostnaður kr. 2.723.500.- 

Svæði