Eftirfylgni í Kólumbíu

Eftir heimkomu eru gerðar eftirfylgniskýrslur að kröfu kólumbískra yfirvalda. Félagsráðgjafi hjá sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu gerir fjórar skýrslur sem send er í þýðingu og eftir það til kólumbískra yfirvölda eftir að barnið kemur til nýrra foreldra. Myndir þurfa að fylgja öllum skýrslum.

Skýrslurnar eru sendar:

1. Þremur mánuðum eftir að barnið kemur heim
2. Sex mánuðum eftir að barnið kemur heim
3. Einu ári eftir að barnið kemur heim
4. Einu og hálfu ári eftir að barnið kemur heim

Með öllum skýrslum þurfa að fylgja hámark 6 blaðsíður af myndum, andlitsmyndir, fjölskylda, húsnæði og umhverfi, gæludýr leyfð.  Á skýrslurnar þarf að fá notarius stimpil og apostille.

Áætlaður kostnaður við hverja skýrslu er 50.000 krónur.

 

Svæði